Húsfreyjan - 01.01.1966, Page 48

Húsfreyjan - 01.01.1966, Page 48
Kveníélagið „Greiii“ i Leirár- og Melasveit Hér í sveit var fyrst stofnað kvenfélag 13. október 1935. Var stofnfundur haldinn að Leirá. Félagssvœðið náði þá einnig yfir Skilmanna- hrepp. Eftir 15 ára samstarf kvennanna í þessum sveitum var ákveðið að skifta félaginu og yrði þá sitt félagið í hvorum hreppi. Félagið hér í Leirár- og Melasveit hlaut nafnið „Grein“ og var stofnað að Vogatungu 15. júní 1951. Stofnendur voru 12 konur, sem allar höfðu verið í hinu eldra félagi, er náði yfir báða hreppana. Nú eru fé- lagskonur 14 og 5 heiðursfélagar (fullorðnar konur, sem áður hafa starfað vel og lengi í eldra félaginu). Þessar fáu konur skifta sér svo í þrjá starfshópa. Vinna nágrannakonur saman að hverju því verkefni, sem til fellst í félagsstarfinu. T.d. er árlega haldin barnaskemmtun, sem starfs- hópamir sjá um til skiftis. Merkjasölu annast félagið árlega fyrir ýms góðgerða- og menningarsamtök. Kirkjunni á Leirá hefur félagið gefið altaris- klæði, klæöningu á grátur og messuhökul. Einn- ig gaf félagið nokkra upphæð í orgelsjóð kirkj- unnar á sínum tima. Erfitt hefiu- verið um fjáröflun vegna þess að ekkert félagsheimili er í hreppnum. En nú stend- ur yfir bygging slíks heimilis og er kvenfélagið einn aðili að því. Er svo ákveðið í eigendasamn- ingi, að kvenfélagið leggi fram 10% móti öðrum eigendum hússins. Þess vegna beinist nú starf- semin ekki sízt að því um þessar mundir að safna fé til þess að standa við skuldbindingar gagn- vart félagsheimilinu. Tvö undanfarin haust hefur félagið því efnt til bazars á Akranesi og selt þar heimaunnar flíkur fyrir talsverða upphæð hvort skiftið. Hafa kaupendur svo um mælt, að mun- irnir væru gefendum til sóma. Tækifæri til fjár- öflunar með kaffisölu og annari veitingasölu eru fá, en aldrei sitja félagskonur sig úr færi, ef um slíkt er að ræða. Gefa þær þá allt til veiting- anna, bæði efni og tíma, sem í þetta fer, en láta félagið sitja að ágóðanum. Þannig er þegnskapur félagskvenna. Árlega áskotnast félaginu eitthvert fé með áheitum og öðrum vinagjöfum. Fyrir nokkrum árum tók félagið upp þann sið að gefa meðlimum sínum áletraða bók, er kon- urnar áttu tugafmæli, þó ekki nema í eitt skifti hverri. Byrjað var á að ákveða, að gjöfin skyldi gefin á fimmtugsafmæli, en þær konur, sem þá voru eldri fengu gjöfina á næsta tugafmæli sínu. Dálítið hafa konur innan félagsins gert tilraun- ir með að afla sér hagkvæmari innkaupa með því að sameina sig um innkaup og ná þannig varn- ingi með heildsöluverði, t.d. pantaði félagið 60 kg af lopa á síðasta áiri, sem félagskonur svo deildu á milli sín, eins og ákveðið var, þegar lopinn var pantaður. Þessa starfsemi hefur fé- lagið mikinn áhuga á að efla. Samkvæmt félagssamþykkt er skrifuð bók með æviágripum allra félagskvenna (frá upphafi 1935). Konurnar sjálfar leggja til ágripin, sem stjórnin endurskoðar, en ein félagskona skrifar bókina og við ævilok er svo ritað hið síðasta um ævi og örlög hverrar konu. Er bókin vel á veg komin um þær konur, sem annaðhvort eru liðn- ar eða nú standa í félagsstarfinu. Verður þetta, er fram líða stundir, fróðlegt fyrir eftirkomend- ur. Er svo ráð fyrir gert í lögum félagsins, að þessu verði haldið áfram á meðan félagið starf- ar. í sveitunum utan Skarðsheiðar eru aðeins 4 kvenfélög og öll fremur fámenn. Þessi félög hafa tekið sig saman um að fara í eina sameiginlega skemmtiferð árlega, sem hefur þó til þessa verið einungis eins dags ferð. Auk þess hafa þau á hverjum vetri eitt kynningarkvöld, sem þau sjá um til skiftis og hafa þá sitthvað til skemmtun- ar. Þetta eru einkar vinsælar og ánægjulegar samkomur, eins og skemmtiferðirnar. Get ég þessa ekki vegna þess að kvenf. „Grein“ vinni þar sérstaklega að, heldur til þess, að það komi einhvers staðar fram, ef vera kynni, að einhver félög teldu rétt að reyna eitthvað svipað. Er ég lít yfir störf kvenfélagsins, þá eru það kannski fundirnir sjálfir sem mér finnst mest um. Þeir eru svo vel sóttir, að alltaf finnst fram- bærileg afsökun, ef konu vantar á fund. Venju- lega eru haldnir 5—6 fundir á ári og eru þeir haldnir á heimilum félagskvenna eftir stafrófs- röð nafna þeirra. Er jafnan vel til þeirra vandað. Góð kynning og sameiginlegur áhugi efla bezt einingu, félagsþroska og þegnskap og auka víð- sýni. Um árabil hafa þessar konur setið í stjórn fé- lagsins: Ólína I. Jónsdóttir, formaður, Vilborg Helgadóttir, gjaldkeri, Ingibjörg Sigurðardóttir, ritari. En á síðasta aðalfundi tók Anna I. Þor- varðardóttir við ritarastarfi. Ólína I. Jónsdóttir. f'r'r'^'rsrvrsrvrvrNrvrvrvrNrvrvrvr'r'rvr'rvrsr^'r'r'rsrvr'rvrvrvr'rNrvr^srsr'r' BREYTINGAR Á VERÐI „HÚSFREYJUNNAR" Fulltrúar á síðasta landsþingi K. 1. voru sanimála um, að vegna stóraukins kostnað- ar á nær öllu, sem til útgáfustarfsemi þarf, yrði ekki lijá því komizt að liækka úlsölu- 44 HÚSFRETJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.