Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 9
Baldur Jónsson
(1930-2009)
Baldur Jónsson fæddist á Efri-Dálksstöðum á Svalbarðsströnd 20. janúar
1930. Hann andaðist á Landspítala í Fossvogi 28. júní 2009 eftir nokkurra
vikna sjúkdómslegu.
Baldur lauk stúdentsprófi frá MA 1949, meistaraprófi í íslenskum fræð-
um frá HÍ1958 og stundaði nám í germönskum málvísindum við University
of Michigan, Ann Arbor, 1959. Hann sótti máltölvunarnámskeið á Norður-
löndum 1972—1974 og alþjóðlegan skóla í máltölvun í Pisa 1972. Að loknu
námi starfaði hann lengstum sem kennari og prófessor í íslenskri málfræði
við Háskóla Islands. Hann var lektor í íslensku máli og bókmenntum við há-
skólana í Gautaborg og Lundi 1960—1963 og sérfræðingur við Orðabók HI
1963—1965. Hann stjórnaði fyrstu máltölvunarrannsóknum hér á landi
1973—1980 og stóð íyrir tölvuvinnslu orðstöðulykla að nokkrum íslenskum
ritum (1983-1985), þar á meðal eddukvæðum Konungsbókar 1984 og ís-
lensku Biblíuútgáfunni frá 1981. Hann var formaður Islenskrar málnefndar
1978—1988, beitti sér fyrir stofnun Islenskrar málstöðvar 1985 og Mál-
ræktarsjóðs 1991 og veitti hvoru tveggja forstöðu. Sem forstöðumaður Is-
lenskrar málstöðvar var hann jafnframt prófessor í íslenskri málfræði við
Háskóla íslands 1985—1999 og kenndi þá einkum námskeið sem tengdust
málnotkun og hagnýtri málfræði. Á þessu tímabili vann hann einnig að undir-
búningi stafsetningarorðabókar á vegum Islenskrar málnefndar og var rit-
stjóri Réttritunarorðabókarinnar sem kom fyrst út 1989.
Auk fræðistarfa var Baldri sérlega umhugað um íslenskt málfar og mál-
rækt. Hann sá á tímabili um útvarpsþætti um daglegt mál og var málfars-
legur ráðunautur á fréttastofu RÚV 1970—1984. Hann er líka höfundur
fjölmargra nýyrða, m.a. í flugmáli, málfræði og tölvutækni, beitti sér íyrir
stofnun og starfsemi orðanefnda í ýmsum starfsgreinum og sat í orða-
nefnd Skýrslutæknifélags Islands óslitið frá 1976. Hann gegndi mörgum
félags- og trúnaðarstörfum og eftir hann liggja fjölmargar ritgerðir, grein-
ar, bækur og þýðingar á alþýðlegum fræðiritum. Úrval greina hans um
málrækt og málpólitík, Málsgreinar, var gefið út hjá Islenskri málstöð í til-
efni af sjötugsafmæli hans.
hlenskt mál31 (2009), y-8. ©2009 íslenska málfr<s.ðifélagið, Reykjavík.