Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 19
Tilbrigði í fallmörkun aukafallsfrumlaga
17
Rannsóknin leiddi ennfremur í ljós að breytileikinn er ekki aðeins í þá
att að þolfall á frumlögum víki fyrir þágufalli. Bæði að fornu og í síðari
tima íslensku eru dæmi um að þolfall birtist í stað eldra þágufalls á frum-
lögum. í sumum tilvikum hafa einnig orðið breytingar á fallmörkun, sbr.
að engin dæmi um þolfallsfrumlög hafa fundist með bresta í forníslenskum
textum sem varðveist hafa í fornum handritum og hið sama á við um t.d.
kl&ja og þverra. Virkni þolfalls á frumlögum síðar í íslenskri málsögu er mjög
ovænt ef þolfall er óreglulegt og ófyrirsegjanlegt fall, eins og oft hefur verið
talið. Þetta kemur einnig á óvart ef þágufallshneigð var eins útbreidd og
dæmin í fjórða kafla gætu bent til. Þó að mörg dæmi falli ágætlega að grein-
tngu sem einhvers konar þágufallshneigð er einnig vakin athygli á þeim
tnöguleika að rökliðaformgerð þeirra sé hliðstæð skiptisögnum.
Uppbygging greinarinnar er á þessa leið: I öðrum kafla verður annars
vegar veitt örstutt yfirlit yfir nokkur fræðileg atriði sem tengjast greining-
um á þágufallshneigð og hins vegar um aukafallstrumlög, einkum í tengsl-
um við ólíkar tegundir þágufallsliða og skiptisagnir. I þriðja kafla verður
þeim hluta sögulegrar athugunar Halldórs Halldórssonar (1982) lýst sem
víkur að forníslensku og því næst minni eigin athugun sem dæmasafnið í
^jórða kafla byggist á. í fjórða kafla verða sýnd dæmi um breytileika milli
þolfalls og þágufalls sem fundust í forntextum, enda þótt ekki sé alltaf um
otvíræð fornmálsdæmi að ræða (sbr. t.d. bresta og höfga þar sem tilbrigðin eru
1 raun mun yngri). í fimmta kafla verða helstu skýringartilgátur reifaðar, sbr.
etnnig umræðuna hér á undan. Greininni lýkur svo á samantekt og loka-
orðum.
Fræðilegur grundvöllur
2-1 Fallmörkun og þágufallshneigð
^enja er að greina á milli formgerðarfalls (e. structural casé) og orðasafhs-
fa>ls (e. lexical case) í málfræðilegum skrifum um fallmörkun. Munurinn á
þessu tvennu felst í því að formgerðarfalli er úthlutað (eða það er gátað)
eftir setningafræðilegri stöðu liðar, þar sem nefnifall er venjulega sjálfgefið
frumlagsfall og þolfall andlagsfall, en orðasafnsfall ræðst hins vegar af
s)álfri sögninni fremur en setningafræðilegri stöðu (sjá t.d. Zaenen, Maling
°g Höskuld Þráinsson 1985, Yip, Maling og Jackendoff 1987, Jóhannes
Gísla Jónsson 1997—1998, Woolford 2006, Halldór Ármann Sigurðsson
2°oó og tilv. þar; einnig nýlega gagnrýni hjá Jóhönnu Barðdal 20093).
Urðasafnsfall einkennir fallfesta, þ.e. fall liðarins helst t.d. óbreytt með