Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 20
i8
Heimir Freyr Viðarsson
rökliðafærslu (e. A-movement) við myndun þolmyndarsetninga, en fall
liðar sem ber formgerðarfall breytist eftir því hvort hann er frumlag eða
andlag:
(3) a. Ég las bókinaþF -» bókinNF var lesin (formgerðarfall)
b. Ég henti bókinni|>GF -»• bókinniÞGF var hent (orðasafnsfall)
Færð hafa verið nokkuð sannfærandi rök fyrir því að þágufallshneigð teng-
ist tvískiptingu orðasafnsbundis falls annars vegar í reglufall (e. thematic
case), þar sem fallmörkun er regluleg eða fyrirsegjanleg með hliðsjón af
því merkingarhlutverki (e. thematic role) sem sögnin úthlutar, og hins
vegar í furðufall (e. idiosyncraticcase), þar sem fallmörkun er á hliðstæðan
hátt óregluleg og ófyrirsegjanleg (sjá Jóhannes Gísla Jónsson 1997—1998
og Jóhannes Gísla Jónsson og Þórhall Eyþórsson 2003, 2005). Þetta er
þó ekki óumdeilt, sbr. umræðu hér að neðan. Formgerðarfall er því virkt
(e. productive) mynstur sem bæði nýjar sagnir og sagnir sem fyrir eru í mál-
inu geta auðveldlega tekið upp, reglufall er í þessum skilningi hálf-virkt en
furðufall er aftur á móti óvirkt mynstur og á fallanda fæti. Þolfall á frumlög-
um er samkvæmt þessari kenningu ekki fyrirsegjanlegt út frá merkingar-
hlutverki m.a. þar sem flokkur sagna með þolfallsfrumlagi úthlutar ólíkum
merkingarhlutverkum. Þetta er sýnt í (4) með liðum sem bera hlutverkið
þema (e. themé) með reka og reynanda (e. experiencer) með langa.
(4) a. Mig1F rekur á haf út (þema)
b. MigtF langar til að lesa (reynandi)
Hjá Höskuldi Þráinssyni 2005:321 eru þessi hlutverk skilgreind á eftirfar-
andi hátt:
(5) a. Reynandi (e. experiencer) er sá sem verður fyrir einhverri reynslu,
finnur eitthvað eða skynjar. Skynjandi (e. perceiver) er skylt hugtak
en þá stundum bundið við raunverulega skynjun.
b. Þema (e. theme) er oft notað sem hálfgerð ruslakista — sagt er að rök-
liður gegni hlutverki þema ef ekki er ljóst að hann gegni neinu af
hinum merkingarhlutverkunum [þ.e. geranda, þolanda, reynanda,
verkfæri, marki, uppsprettu eða stað — HFV]. Dæmigerð þemu eru
eitthvað sem hreyfist vegna þess verknaðar eða athafnar sem umsögnin
lýsir en þema er oft einnig haft um einingar eða aðila verknaðar sem
breytast, eru í tilteknu ástandi eða verða fyrir áhrifum vegna þess sem
umsögnin segir. Þolandi (e. patient) er þá samkvæmt því undirflokkur
í þessum flokki en stundum talinn sérstakt merkingarhlutverk.