Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 21
19
Tilbrigði í fallmörkun aukafallsfrumlaga
Mjög stór flokkur sagna með frumlagi í þágufalli úthlutar hins vegar merk-
ingarhlutverkinu reynanda/skynjanda, sbr. finnastí (6a). Meðal annars með
þessum rökum hefur þolfall á frumlögum verið greint sem furðufall en
þágufall sem reglufall. Þágufallshneigð má því lýsa þannig að furðufall víki
fyrir reglufalli eins og sýnt er í (6b).5
(6)a. Mér1>GF finnst gaman að lesa (reglufall)
b. MigÞF langar til að lesa
-> mérJGF langar til að lesa (furðufall -> reglufall)
Þótt dæmi hafi fundist í forníslensku sem kunna að vera hliðstæð þágu-
fallshneigð er ekki hægt að draga þá ályktun að hún hafi verið algeng í máli
fullorðinna né að hún ætti endilega eftir að útrýma þolfallsfrumlögum með
skynjandasögnum. Dæmafæð um þágufallshneigð til forna hefur þó að
vissu leyti verið „vandræðaleg“ fyrir gjaldgengar skýringartilgátur á þessu
fyrirbæri. Eins og Jóhanna Barðdal (20090) hefur bent á er innbyggð í
ofannefnda greiningu á þágufallshneigð viss forspá um að íslenska hefði
átt að þróa með sér slíka tilhneigingu hraðar og fýrr en raun ber vitni; ekki
blasi t.d. við hvernig þolfall á frumlögum í forníslensku væri síður furðu-
fall en í nútímamáli.
Jóhanna Barðdal (20090) vekur einnig athygli á því að flokkur sagna
með þolfallsfrumlagi er hvorki svo smár né merkingarfræðilega sundur-
leitur sem látið hefur verið í veðri vaka og hafnar því að þolfall sé furðufall
á frumlögum í íslensku. Jóhanna telur að skipta megi bæði sögnum með
þolfallsfrumlagi og þágufallsfrumlagi í tvo yfirflokka, tilviljanasagnir (e.
happenstance predicates) og reynslusagnir (e. experience'basedpredicates), og
sá eðlismunur sem ætti að vera á þágufalli, sem reglufalli, og þolfalli, sem
furðufalli, birtist í þessari merkingarflokkun. Þágufallsfrumlögin tilheyra
merkingarfræðilega 13 undirflokkum en þolfallsfrumlög tilheyra aðeins
fjórum slíkum flokkum (sbr. Jóhönnu Barðdal 2009b:§3). Þrátt fýrir þetta
séu sagnir með þolfallsfrumlagi býsna einsleitur hópur, með skýra merk-
ingarflokka, og hlutmengi samsvarandi flokks sagna með þágufallsfrum-
lögum.
Niðurstöður Jóhönnu Barðdal (2009b:§5, tafla 4) sýna að tegunda-
tíðni (e. type frequenty) yfirflokkanna tveggja, tilviljanasagna og reynslu-
5 Hér er ekki minnst á þá tilhneigingu í íslensku að (eldri) þolfallsfrumlög með merk-
ingarhlutverkið þema standi í nefnifalli, svokallaða nefnifallssýki eða nefnifallshneigð (sjá
t.d. Jóhannes Gisla Jónsson og Þórhall Eyþórsson 2003). Um nefnifallshneigð í íslenskri
málsögu er fjallað hjá Halldóri Halldórssyni 1982, Þórhalli Eyþórssyni 2002 og Jóhönnu
Barðdal 20090.