Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Qupperneq 22
20
Heimir Freyr Viðarsson
sagna, er jöfn með sögnum með þágufallsfrumlagi í fornu máli en í nú-
tímamáli er tegundatíðni reynslusagna hærri (76%) og tegundatíðni tilvilj-
anasagna að sama skapi lægri (24%). Vegna þessarar auknu tegundatiðni
reynslusagna eru því sterkari tengsl í nútímamáli milli skynjunar og þágu-
falls. Þegar svo er komið er viðbúið að þolfallsfrumlög sem eru reynendur
flytjist yfir í virkari hóp þágufallsfrumlaga. Skýringin felst þá fyrst og
fremst í tegundatíðninni, ekki eðli fallsins. Tilgáta Jóhönnu skýrir hvers
vegna þágufallshneigð komst fyrst á skrið á síðari hluta 19. aldar, en ekki
fyrr, og útilokar ekki virkni þolfalls, ólíkt greiningum á þolfalli sem furðu-
falli.
Viðbrögð við gagnrýni af þessum toga má einnig finna í ofannefndum
ritum. I fýrsta lagi er gjarna bent á að mikilvægt sé að gera greinarmun á
málbreytingu hjá einstaklingi, sem rétt skilyrði kunni að hafa verið fyrir að
fornu, og útbreiðslu málbreytingarinnar, sem háð er m.a. félagslegum þátt-
um (sjá Lightfoot 1999:101—104, sbr. einnig Jóhannes Gísla Jónsson og
Þórhall Eyþórsson 2003:8, nmgr. 3).6 I öðru lagi hefur í nútímaíslensku
fækkað mjög í flokki sagna með þolfallsfrumlagi frá því sem var í fornmáli
(sjá t.d. Jóhannes Gísla Jónsson og Þórhall Eyþórsson 2005). Því mætti
halda því fram að enn sterkari rök séu fyrir því að tala um þolfall á frum-
lögum sem furðufall í nútímamáli en að fornu. Báðar þessar skýringar-
tilgátur felast því að einhverju leyti í breytingum á tíðni, þó að verulegur
munur sé á.
2.2 Setningafmðilegt hlutverk aukafallsliða
Nær óumdeilt er meðal setningafræðinga að í íslensku geti frumlög verið
í aukaföllum (sjá t.d. Zaenen, Maling og Höskuld Þráinsson 1985, Halldór
Ármann Sigurðsson 1992, Jóhönnu Barðdal og Þórhall Eyþórsson 2003,
2005 og tilv. í þessum ritum). Aukafallsfrumlög eru þó alls ekki bundin
við íslensku, sbr. t.d. Barnes 1986 um færeysku, Moore og Perlmutter
2000 og Halldór Ármann Sigurðsson 2002 um rússnesku, Weerman 1988
og Neeleman og Weerman 1999 um miðhollensku, Allen 1995, 1996 um
forn- og miðensku, Von Seefranz-Montag 1983, 1984 m.a. um þýsku,
Mathieu 2006 um fornfrönsku og Jóhönnu Barðdal og Þórhall Eyþórsson
2003, 2005 um þá kenningu að aukafallsfrumlög séu forn arfur.7
6 Sömu skoðun hef ég viðrað við ýmis tilefni í tengslum við mögulega þágufallshneigð
í forníslensku (sjá t.d. Heimi Frey Viðarsson 2006, 2008).
7 Sú tilgáta að aukafallsfrumlög séu samgermanskur arfur er einnig til staðar hjá Nee-
leman og Weerman 1999. Þar eru rök færð fyrir aukafallsfrumlögum í miðhollensku og