Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Síða 23
Tilbrigði í fallmörkun aukafallsfrumlaga
21
í flestum tilvikum er um að ræða aukafallsliði með skynjunarsögnum,
sbr. forníslensku dæmin í (7) með dreyma og gruna, með þolfallsreynanda
og fyllilið í þolfalli (gruna ýmist með þf. eða ef.) en sögnin er alltaf í 3.p.et.
(7) a. þat dreymdi mig, faðir, at mér þótti Þórný systir mín gefa mér ost-
hleif (Flóm 46.18)
b. grunar mik enn sem fyii at Þorol(fr) muni eigi... (Eg 25.23)
Liðir hliðstæðir feitletruðu liðunum í (7) væru í nútímaíslensku greindir
sem frumlög og þ.a.l. rökliðir (e. argument) sagnarinnar. A sama hátt væru
feitletruðu þágufallsliðirnir í (8) greindir sem frumlög og jafnframt
rökliðir sagnarinnar, sbr. líka í (8a) og þverra í (8b). Sögnin sýnir þá (eða
getur sýnt) tölusamræmi við nefnifallsliðinn, sbr. (8b);
(8) a. Þetta likar þrælnum illa ok veitir Gisla tilræde. (Gísl 2.4)
b. var þat bæði, at honum þurru lausafé ... (Laxd 18.12)
I því sem á eftir fer verður gert ráð fýrir að feitletruðu liðirnir í (7) og (8)
hafi verið frumlög að fornu. Helstu frumlagspróf í forníslensku eru, auk
setningafræðilegrar stöðu, langdræg afturbeyging, andlæg frumlagslyfting,
frumlæg frumlagslyfting og stýrinafnhættir (sjá t.d. Eirík Rögnvaldsson
1996 og Jóhönnu Barðdal og Þórhall Eyþórsson 2003, 2005). Þessi próf
benda öll sterklega til þess að aukafallsliðirnir séu frumlög, rétt eins og í
nútímamáli. Rými leyfir ekki ítarlega umræðu um þessi frumlagspróf enda
er dæmasafn 4. kafla ekki nægilega fjölbreytt til þess að hægt sé að beita
öllum prófunum. Eina prófið sem hægt er að notast við hér á eftir er setn-
ingafræðileg staða en um setningafræðilega stöðu virðast í aðalatriðum
gilda sömu hömlur og í nútímamáli, þ.e. frumlag fer yfirleitt á undan pers-
ónubeygðri sögn en andlag á eftir.
Þetta sést t.d. á því að ef nefnifallsliður fer á undan sögn á borð við líka
í fornu máli er yfirleitt um að ræða ábendingarfornafn, sem eðlilegt er að
sé kjarnafært, en þágufallsliðurinn getur hins vegar sem best staðið á
undan sögninni, þrátt fyrir að vera óákveðinn og þ.a.l. sjaldan kjarna-
færður (sbr. Eirík Rögnvaldsson 1996:56—57). Þágufallsliðurinn hegðar
sér því eins og frumlag en nefnifallsliðurinn eins og (kjarnafært) andlag.
Þá eru ekki dæmi um liði sem koma til greina sem aukafallsfrumlög á eftir
sögn í fallhætti en það er óvænt ef þeir væru andlög (sjá Eirík Rögnvalds-
rætt á hliðstæðan hátt um íslensku, andspænis þýsku sem áður hafi haft aukafallsfrumlög
en síðar glatað þeim.