Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 24
22
Heimir Freyr Viðarsson
son 1996:47, Jóhönnu Barðdal og Þórhall Eyþórsson 2003:463 og tilv.
þar).8
Þrátt fyrir að verulega sterk rök hnígi til þess að forníslenska hafi haft
aukafallsfrumlög hefur t.d. Faarlund (2001, 2004:204—219) hafnað auka-
fallsfrumlögum bæði í forníslensku og fornnorsku. Faarlund gerir heldur
ráð fyrir að breyting hafi orðið í íslensku þar sem þessir liðir séu orðnir
frumlög.
Eins og Helgi Bernódusson (1982) benti fyrstur á eru einnig til svo-
nefndar skiptisagnir þar sem „sami liður“ getur ýmist gegnt hlutverki
frumlags eða andlags (sjá einnig t.d. Allen 1995, Eirík Rögnvaldsson 1996,
Jóhannes Gísla Jónsson 1997—1998, Platzack 1999, Jóhönnu Barðdal 1998,
19990, 2001 og Jóhönnu Barðdal og Þórhall Eyþórsson 2005).9 Valfrelsið
er háð því að nefnifallsliðurinn sé ekki gerandi því að gerandi er alltaf
frumlag (sjá Jóhannes Gísla Jónsson 1997—1998:15). Sögnin henta er oft
notuð til þess að sýna þennan eiginleika í nútímamáli, sbr. (9), en til sam-
anburðar má hafa líka, sbr. (10):
(9)a. Hentar þér þessi tími?
b. Hentar þessi tími þér?
(þér = frumlag)
(þessi timi = frumlag)
(10) a. Líkar þér þessi tími?
b. *Líkar þessi tími þér?
(þér = frumlag)
(þér = frumlag)
Með líka er persónuliðurinn alltaf frumlag og þessitími fylliliður. Þetta sést
í (íob) á því að þessi tími getur ekki farið á undan persónuliðnum næst á
eftir persónubeygðri sögn í beinni spurnarsetningu, þ.e. þar sem hann
stendur ótvírætt í ákvarðara beygingarliðar (hefðbundnu frumlagssæti).
Sögnin henta hegðar sér hins vegar á annan hátt, sbr. að fylliliðurinn í (9a)
getur gegnt setningafræðilegu hlutverki frumlags í (9b).
8 Einnig er það sjónarmið að fyrirbærið frumlag sé ekki hluti af algildismálfræðinni
(e. Uuiversal Grammar), sem öllum tungumálum er sameiginleg, og sé því einvörðungu
(ó)heppilegur merkimiði á liði sem geta hegðað sér með ýmsu móti í tungumálum. Þetta
endurspeglar einna helst sú staðreynd að frumlagspróf í einu tungumáli gildir ekki endi-
lega í öðru (sjá t.d. Faarlund 2001, Halldór Armann Sigurðsson 2002).
9 Skiptisagnir hefur Halldór Ármann Sigurðsson (2006:303) m.a. notað til þess að
sýna fram á að í íslensku sé tvenns konar þágufall sem hegðar sér á ólíkan hátt m.t.t. pers-
ónusamræmis; annars vegar hefðbundið þágufall (e. plain dative) eins og andlag sagnar-
innar hjálpa en hins vegar „óhefðbundið" þágufall (e. quirky dativé) eins og frumlag sagn-
arinnar líka og (þágufalls)frumlag skiptisagnarinnar henta. Þetta er jafnframt viðbótarrök-
semd fyrir því að mynstrið þgf-nf feli ekki í sér hefðbundnar persónulegar sagnir með
nefnifallsfrumlagi og kjarnafærðu þágufallsandlagi.