Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Blaðsíða 25
Tilbrigði í fallmörkun aukafallsfrumlaga
23
Með skiptisögnum er þágufall á persónuliðnum ekki tengt merkingar-
hlutverkinu reynanda heldur virðist það vera nær því sem Nygaard (1905:
§100—103) kallar „eiginlegt" þágufall og er í málfræðilegri umræðu venju-
lega nefnt njótandi (e. benefactive, sjá t.d. Höskuld Þráinsson 2005:321,
333; Faarlund 2004:99—100); hlutverk sem einnig tekur til andhverfu
sinnar (e. malefactivé). Eins og nafngiftin þáguízW felur í sér er þetta hlut-
verk því e-ð sem er (ekki) í þágu e-s. Mörkin milli njótanda og reynanda/
skynjanda eru ekki alveg skýr enda er þessi aðgreining ekki alltaf gerð.
Jóhannes Gísli Jónsson (1997—1998) greinir t.a.m. þágufallsfrumlög bæði
með skynjunarsögnum og skiptisögnum sem skynjendur á þeirri forsendu
að liðurinn er í báðum tilvikum vitsmunavera en bætir við að „skiptisagnir
virðast hvorki tákna skynjun né tilfinningu" (Jóhannes Gísli Jónsson 1997—
1998:20). Líta má á hlutverkaskiptin sem möguleg eru með skiptisögnum
sem afleiðingu þessa merkingarmunar.
Jóhanna Barðdal (2001:54-55) hefur með margvíslegum frumlagspróf-
um greint 26 einfaldar sagnir, auk 85 sagnasambanda (flest með vera eða
verða), sem skiptisagnir í nútímaíslensku. I (11) eru einföldu sagnirnar
taldar upp (sbr. Jóhönnu Barðdal 2001:54):
(11) berast, birtast, bragðast, duga, dyljast, endast, falla vel, fara vel, fylgja,
gagnast, glatast, greypast, henta, hverfa, hæfa, nýtast, nægja, passa,
reynast, sárna,10 smakkast, sóma, sækjast vel, sæma, vitrast, þóknast
Þessar sagnir hafa verið sagðar fela í sér orsakarmerkingu, þ.e. að hlut-
verkaskiptin séu möguleg vegna þess að hægt sé að líta á verknaðinn úr
báðum áttum, á ensku bidirectional causal structure sem nefna mætti form-
gerð með tvíátta orsakarsamhengi: annaðhvort að reynandinn verði fýrir
áhrifum þess sem veldur eða að það sem veldur hafi áhrif á reynandann (sjá
Jóhönnu Barðdal 2001, sbr. einnig Allen 1995:143—144).
Platzack (1999) hefur greint skiptisagnir í íslensku á setningafræðileg-
an hátt þannig að þágufallsliðurinn sé grunnmyndaður (e. base-generated)
dýpra í sagnliðnum (SL) en samsvarandi liður með hefðbundinni sögn
með aukafallsfrumlagi.11
10 Skiptar skoðanir eru um hvort telja beri sáma til skiptisagna; sjá Jóhönnu Barðdal
2001:54 °g thv. þar.
11 Platzack (1999) greinir skiptisagnir með hliðsjón af umræðu um líkar setningagerð-
ir í rómönskum málum og almennum setningafræðilegum lögmálum í generatífri mál-
fræði, nánar tiltekið naumhyggjustefnu (e. Minimalist Program, sbr. t.d. Chomsky 1995,
2000 og nýrri rit, sjá einnig t.d. Höskuld Þráinsson 2001, Hornstein, Nunes og Groh-
mann 2005).