Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 27
25
Tilbrigði í fallmörkun aukafallsfrumlaga
íslensku (sjá Jóhönnu Barðdal 1998:26-27, sbr. einnig Jóhönnu Barðdal og
Þórhall Eyþórsson 2005). Jóhanna Barðdal (1998,1999b) vekur enn frem-
ur athygli á að jafnvel líka hafi getað hegðað sér eins og skiptisögn í forn-
íslensku og fornnorsku (sbr. einnig umfjöllun í kafla 5.4). Nefnifallsliður-
inn gat þá staðið á undan þágufallsliðnum, sbr. fornnorska dæmið í (i5a)
og það forníslenska í (i5b), þó að slíkt sé ekki algengt (sjá Jóhönnu Barðdal
1998:27,19990:92—93 og tilv. þar):13
(15) a. þa likar hon mer. yuir allar þær er ec heui fyR seet oc hœyrtt.
(Barl 68.12-13 [1275])
b. or lijkadi þat ollum vel (AM 132 fol. 3^335—36 [1330-1370], Njáls
saga)
Þetta bendir því til þess að flokkur skiptisagna hafi jafnvel verið stærri í
forníslensku en í nútímaíslensku (sbr. Jóhönnu Barðdal 19990:93).
Einnig ber þó að líta til þess að í (15) er um að ræða fornöfn í frumlags-
sæti, e.t.v. kjarna (e. topic), sem er eðlilegt að standa framarlega í setn-
ingunni. Ef hópur skiptisagna var stærri að fornu en í yngra máli er ekki
óviðbúið að þar komi fyrir dæmi sem líkjast aðeins þágufallshneigð á yfir-
borðinu, einkum þegar þgf er eini rökliður sagnarinnar. Þar sem orðaröð
í forníslensku var hins vegar frjálsari en í nútímamáli er ekki víst að mögu-
legt sé að afmarka þessa tvo flokka sagna með jafn afgerandi hætti í fornu
máli og í nútímamáli. Forvitnilegt er að líta á dæmin í 4. kafla með þetta
í huga.
3- Athugun á tilbrigðum í frumlagsfalli í fornu máli
3.1 Fyrri athuganir
Aður en lengra er haldið er rétt að greina nánar frá athugun Halldórs Hall-
dórssonar (1982) sem athugun mín (sbr. kafla 3.2) er að vissu leyti fram-
hald á. Söguleg athugun Halldórs á fallmörkun persónuliða í aukaföllum
er mér vitanlega eina tilraunin hingað til til þess að athuga tilbrigði í fall-
mörkun kerfisbundið í íslenskri málsögu. Athugun hans skiptist í tvennt,
annars vegar í samtímalegan hluta, hins vegar í sögulegan. Tilgangurinn
með sögulegu athuguninni virðist ekki síst hafa verið sá að fá staðfestingu
13 Von Seefranz-Montag (1983:205) minnist einnig á hliðstæð dæmi með líka í forn-
íslensku en hefur þau til marks um upphaf málbreytingar þar sem í stað fyrrum þágufalls-
frumlags er skotið inn nefnifallslið í frumlagssæti, hliðstætt mir graut -* es graut mir ‘ég
harma (það)’ (sjá Von Seefranz-Montag 1983:187, 1984:537 o.áfr.).