Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 28
26
Heimir Freyr Viðarsson
á því að þolfall væri upprunalegt með þeim sögnum sem voru athugaðar í
nútímamáli í tengslum við þágufallshneigð (,,méranir“). Halldór athugaði
dæmi um eftirtaldar sagnir í fornmálsorðabókum og í seðlasafni Orðabókar
Háskólans:
(16) bresta, dreyma, fysa, gruna, hungra, iðra, kala, langa, lengja, lysta,
minna, óra, skorta, sundla, svima, syfja, ugga, undra, vanta, verkja,
þrjóta, þyrsta
Halldór fann aðeins dæmi með tveimur sögnum í fornmáli þar sem til-
brigði sem svipaði til þágufallshneigðar komu fram; annars vegar með
skorta úr tveimur fornum íslenskum handritum (með sama texta) og hins
vegar með lysta úr handriti sem norskur maður hefur skrifað (sbr. Halldór
Halldórsson 1982:174—175):
(17) a. En allt þat er honom scortir i vm vættin. þa sca\ sa queðia ti/ xii.
quiðar Goða þaN er sa er iþzúgi með er sottr er. (GrágA 242.14)
b. En alt þat er honom scort/r i vm véttin. þa sca\ sa qzzeþia til xii.
quiðar Goða þaN er sa er iþ/wgi með er sottr er. (GrágB 92.12)
(18) at þæir leiþi æigi fyrirhugsaþan glæp til þæirra lykta, sem þæim lyst-
er. (Thóm 252.15)
Halldór (1982:175—176) bendir á að dæmi um þgf. með skorta sé einnig til
frá um 1600 og kveður því eðlilegast að túlka það svo að sögnina hafi verið
hægt að nota með þolfalli og þágufalli í fornmáli og eldri íslensku, fremur
en að um sömu tilhneigingu sé að ræða og í nútímamáli. Halldór (1982:
182) talar þó um þágufall með skorta sem „gamla breytingu“. Að öðru leyti
bentu niðurstöður rannsókna Halldórs til þess að elstu dæmi um þágu-
fallshneigð í íslensku væru frá miðri 19. öld, m.a. með lysta (sbr. Halldór
Halldórsson 1982:174), en einnig að fram til þess að þágufaUshneigð fær-
ist í aukana á 19. öld séu frekar merki um breytinguna þf -» nf (nefnifalls-
hneigð).
3.2 Ný athugun
Þessi rannsókn á forníslensku er víðtækari en athugun Halldórs Halldórs-
sonar (1982) að því leyti að hægt var að kanna allar sagnir sem merktar
voru „ópersónulegar" í fornmálsorðabókum Fritzners (1886—96) og
Cleasbys og Guðbrands Vigfússonar (1874) þar sem texti orðabókanna er