Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 31
Tilbrigði í fallmörkun aukafallsfrumlaga
29
4. Niðurstöður athugunar
4.1 Inngangur
Þær sagnir sem þessi athugun leiddi í ljós að sýndu breytileika milli þol-
falls og þágufalls eru eftirfarandi:
(19) angra, ánægja, bila, bíhaga, (bresta), byrja, harma, (höfga), lysta,
skipta, skorta
Af sögnunum í (19) eru þó tvær, bresta og höfga, sem koma eingöngu fyrir
með þágufallsfrumlagi í elstu handritum. Dæmi um þolfallsfrumlög með
þessum sögnum eru því úr fornritum sem varðveitt eru í ungum handrit-
um. Samanburður við eldri gerðir sömu texta, þar sem hægt er, sýnir að
tæpast er þar um tilviljun að ræða. Sagnirnar ánagja, bíhaga og byrja eru
einnig venjulega með þágufalli og sum tilbrigðin benda því ekki síður til
aukinnar virkni þolfalls en þágufalls. Þá er ekki víst að ánœgja og bíhaga
hafi verið notaðar í elstu íslensku því að elstu varðveittu dæmi með þess-
um sögnum eru frá lokum 14. aldar.
Þegar dæmi eru sýnd í umfjöllun um sagnirnar hér á eftir er venjulega
vitnað til útgáfu viðkomandi texta með skammstöfuðum titli og blaðsíðu-
tali.16 Innan hornklofa aftan við dæmið er sýndur áætlaður aldur handrits-
ins sem dæmið er úr en í sumum tilvikum er vitnað (stafrétt) beint til
handritsins. Aldursákvörðun innan hornklofa sýnir því ekki hugsanlegan
(upphaflegan) aldur dæmisins heldur aðeins áætlaðan ritunartíma þess
handrits sem varðveitir dæmið. Farið er eftir aldursákvörðunum úr hand-
ritagagnagrunnum Ordbog over det norr0ne prosasprog (ONP) og Skaldic
Poetry ofthe Scandinavian Middle Ages.17 Öll dæmi um tilbrigði í 4. kafla
hafa verið gátuð í traustum útgáfum, jafnvel fleiri en einni, þar sem því var
komið við. Dæmin hafa einnig verið borin saman við handrit, ljósprent eða
ljósmyndir af handritum, nema annað sé tekið fram. Þess er getið ef útgáf-
ur tilgreina markverð lesbrigði við dæmin úr öðrum handritum en því sem
dæmið er fengið úr. Þó að útgáfurnar nýti oft fleiri en eitt handrit er ljóst
að þær sýna ekki alltaf alla mögulega leshætti úr öðrum handritum (sjá t.d.
Stefán Karlsson 1969:233—234 um eldri útgáfurnar).
16 Skáletranir í dæmum tákna bönd sem leyst hefur verið upp úr en band er það kall-
að þegar orð eru stytt eftir sérstökum reglum þannig að tiltekið tákn (yfirleitt með hækk-
uðu letri) stendur fyrir ákveðna stafi, svo sem strik yfir sérhljóða til þess að tákna nefhljóð
og eins konar r-tákn sem táknar endingar á borð við ir og er (sjá t.d. Finn Jónsson 1931).
17 Nánari handrita- og textafræðilegar upplýsingar um dæmin má finna í viðkomandi
útgáfum, ONP og t.d. hjá Heimi Frey Viðarssyni 2006.