Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 32
3°
Heimir Freyr Vidarsson
4.2 D&masafn
4.2.1 angra
I fornmáli kemur sögnin angra fyrir með þolfalli og þágufalli, að því er
virðist í báðum tilvikum í merkingunni ‘valda hugarangri’. Ef litið er til
sagnarinnar í nútímamáli er hún þar ótvírætt áhrifssögn, e-ð angrar e-n,
og þolfallsliðurinn er því andlag. Sama fallamynstur er algengast í fornmáli
en ekki er jafnljóst og í nútímamáli að nefnifallsliðurinn sé frumlag og þol-
fallsliðurinn andlag. Að öðru óbreyttu væri þó engin sérstök ástæða til þess
að efast um að feitletruðu liðirnir í (20) væru andlög, sbr. nútímamál:
(20) a. Ofseinat hefir þu at segia, at þik angrar minn harmr, enn nu fam
ver enga likn. (Völs 76.28 [1400—1425])
b. ... ok angraði þá mjgk dráp Sæmundar fyrir sakir mægða ... (Sturl
2:131.22 [1696])
c. angradi hann þa m^di. (Sturl 2:269.16 [1375—1400])
Ef litið er á hliðstæð dæmi með angra þar sem aukafallsliðirnir eru hins
vegar í þágufalli virðist í sumum tilvikum nærtækara að greina þágufallið
sem frumlag en í öðrum sem andlag. Eins og í (20) bendir orðaröðin vissu-
lega oft til þess í (21), þó að hún sé ekki fullgilt frumlagspróf.
(21) a. ek ætla mer hucrgi heðan at hræraz huort sem mer angrar reykr eða
bruni. (AM 132 fol. 45vai5-i6 [1330-1370], Njáls saga)
b. Lettliga segir Commestor. at uótn hafi angrat honum. ellar hafi
hann fundit þat dautt kuikendis fliotanda ræ. sem hann hafi til lyst
ok sidan aa setz. (Stj 59.26 [1350—1360])
c. hann s(agði) at íyst hefði þeira angrat storuiðri en siðan beði
dryckleysi ok matleysi. (AM 132 fol. io2ra23 [1330—1370], Finn-
boga saga ramma)
d. En er hann sá fall Sírnis, angraði honum mjpk, ok þótti mjpk ór
einum brunni bera, hvern mannskaða hann fekk af Qgmundi ok
hans mpnnum. (Örv 188.24 [1450—1475])
e. Fullkvæni þá // fylkir væri, // ef meintregar // mér angraði-t.
(GrÍp 200.22 [1270])
Dæmi (2ia) og (2ie) sýna ótvírætt að fallamynstrið er þgf-nf/nf-þgf.
Orðmyndin „uótn“ í (2ib) er tvíræð (nf/þf) en með hliðsjón af (2ia) og
(2ie) virðist óhætt að ætla að þemað sé þar í nefnifalli. Orðaröðin í (2ib)
og (2ie) bendir til þess að þemað sé frumlag og þágufallsliðurinn því and-