Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 33
3i
Tilbrigði í fallmörkun aukafallsfrumlaga
lag, en sannar það ekki. Dæmi (2ic) og (2id) benda hins vegar til þess að
reynandinn sé frumlag, með sömu fyrirvörum. Eðlilegasta túlkun á
dæmum um angra í fornu máli er því sú að hún hafi getað tekið með sér
aukafallsfrumlag, ólíkt nútímamáli.18 Hegðun sagnarinnar með þágufalls-
frumlagi, eins og henni hefur nú verið lýst, minnir nokkuð á skiptisögn
(sjá kafla 4.4). Til samanburðar má nefna að angra hefur verið nefnd sem
möguleg skiptisögn í fornsænsku (sjá Jóhönnu Barðdal 1998).
4.2.2 ánœgja
I fornmáli kemur sögnin ánœgja fyrir með þolfalli og þágufalli í merking-
unni ‘vera ánægður’. Sögnin er hins vegar ekki algeng og er sennilega ekki
mjög gömul í málinu. Hún virðist eingöngu koma fyrir í bréfum í Islenzku
fombréfasafni (Diplomatarium Islandicum, DI) og elstu heimildir um hana
eru frá 15. öld. Einu dæmin um sögnina fundust í fornmálsorðabókum
sem óvíst er að gefi rétta mynd af dreifingu þolfalls andspænis þágufalli.
Einungis eitt dæmi hefur fundist um þolfall með sögninni í fornmáli en
fjögur greinileg dæmi eru um þágufall (sjá ONP: ánögja). Sögnin tekur
ávallt með sér ákvæðisorðið vel og virðist ekki koma fyrir sem áhrifssögn.
Samkvæmt Islenskriorðabók (2002) er þó hægt að nota sögnina ánœgja sem
áhrifssögn í nútímamáli ‘gleðja e-n, gera e-n ánægðan’ en ekki er tekið
fram í hvaða falli andlagið er. í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru
dæmi um þgf.
Eina dæmið um frumlag í þolfalli er í bréfi frá miðri 15. öld:
(22) hefur eg full laun [...] suo mig vel anæger. (DI 5:82 [1451])
Um þágufall eru dæmi úr bréfum dagsettum frá upphafi til loka 15.
aldar:1^
(23) a. hefir hann mier hier fulla peninga fyrir wnnth suo mier wel anæg-
ir (DI 3:716 [1407])
18 í nútímamáli væri annað óhugsandi en að mér í (2id) væri frumlag þar sem sögnin
tekur með sér ákvæðisorðið mjplc og engan annan röklið. í forníslensku er hins vegar mjög
algengt að rökliðir séu undanskildir, víðar en leyfist í nútímamáli (sjá t.d. Nygaard 1905:
16-22 og Þóru Björk Hjartardóttur 1993). Því er vel hugsanlegt að í dæminu sé eyða fyrir
lið á borð við þat sem gæti verið frumlag eða andlag: angraði þat [þ.e. fall Sírnis] honum
mjpk.
19 Frá lokum 14. aldar er tvírætt dæmi með án&gja þar sem óljóst er hvort hún tekur
með sér frumlag í þolfalli eða þágufalli (sjá DI 3:505, IslOrg 114.34, sbr. einnig ONP:
ánðgja, 2 ,,impers.“).