Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Síða 35
33
Tilbrigði í fallmörkun aukafallsfrumlaga
(25) a. k(iartan) q(uað) aræðit flestum bila þotf allgoðer karlmen vœri.
(AM 132 fol. íyóra^o [1330-1370], Laxdæla saga)
b. Sva se ek fara at flestum bilar æræðit. þo at goðir karl menn se.
(ÓlTr 363.17 [1350-1375])
c. Nú með því, at þér vilið ei fyrirkoma þessum manni, ef svá skal
kalla hann, þá fáið mér í hendr sverðit Risanaut ok vita, hvárt mér
bilar áræði við hann. (HrGi 44.10 [1300—1325])
Þar sem bila og bresta eru merkingarlega náskyldar og eru báðar notaðar í
sambandinu bila/bresta árœði er hugsanlegt að þágufall með bila sé sniðið
eftir bresta, sem aðeins tekur með sér þágufall að fornu.
4.2.4 bíhaga
Sögnin bíhaga kemur fyrir með persónulið í þolfalli og þágufalli í merking-
unni ‘henta, líka’. Um þessa sögn má einnig fræðast hjá Westergárd-
Nielsen 1946:250 (bíhaga), Veturliða Óskarssyni 2003:217 og Jóhönnu
Barðdal 1998, 19998.22 Elstu dæmi um sögnina í íslensku virðast vera frá
upphafi 15. aldar. I ONP eru átta dæmi, þar af fimm um ótvírætt þágufall
og eitt um þolfall. Þetta virðist vera eina dæmið um persónulið í þolfalli
með sögninni (sbr. einnig Jóhönnu Barðdal 19998). I Ritmálssafni Orða-
bókar Háskólans, þ.e. íslensku eftir 1540, kemur bíhaga einnig aðeins fyrir
með þágufalli. Forskeytið bí- bendir til þess að sögnin sé tökuorð, e.t.v. um
dönsku behage ‘hafa hag af, henta’ með skynjanda í þágufalli (sbr. Kalkar
1881:133), úr hollensku behagen ‘falla e-m í geð, henta’, sem upphaflega var
ópersónuleg sögn með þágufalli (sbr. Weiland 1801:322—323), eða þýsku
þar sem sögnin tekur enn með sér þágufall.
Stakdæmi er um þolfallsfrumlag með bíhaga í bréfi frá fyrri hluta 15.
aldar (sbr. einnig Jóhönnu Barðdal I999a og tilv. þar):
(26) ... huort sem mig bihagar betr vti ad laata. (IslOrg 317.4 [1434];
ONP)
I textum frá 15. öldinni eru m.a. eftirfarandi dæmi um þágufall (sbr. einnig
ONP: bresta):
(27) a. Hann vill ecke heyra þat, sem honum bijhagar ecke. (AlfÍsl
917:70.5 [1400])
22 Þorbjörg Helgadóttir, einn ritstjóra Ordbog over det norr0ne prosasprog, benti mér
upphaflega á þessa sögn. Dæmin eru fengin úr ONP en hafa einnig verið gátuð í útg. og
handritum.