Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 39
37
Tilbrigði í fallmörkun aukafallsfrumlaga
4.2.7 barma
I fornmáli tekur sögnin harma venjulega með sér nefnifalls- eða þolfalls-
frumlag. Af þessum tveimur valkostum er nefnifall mun algengara.
(34) a. Nu þottizt enghe kunna at svara, at Brynhilldr beide þess hl§gi-
ande, ed hun harmade med grate. (Völs 82.12 [1400—1425])
b. margir menn havrmudu hann þviat hann var vínsæll. (AM 133 fol.
35v9 [i35°]. Njáls saga)
c. En hvener megi su stund i lifi minu, er ek muna eigi harma þat, er
ek skal lifa leingr en hann? (MartII 605.8 [1400])
Um þolfall eru einnig allnokkur dæmi í sömu eða mjög svipaðri merkingu.
Athyglisvert er að (35a) er úr sama texta og handriti og nefnifallsdæmið í
(34a) hér á undan:
(35) a. Siþan mistum ver hans, ok var þat litid at bera eckiu nafn, enn þat
harmar mik mest, er ek kom til þin. (Völs 104.12 [1400—1425])
b. Allmiok harmar mik, segir hann, er ek skal med óngum kosti minu
eyrendi til leidar koma. (Steph 290.29 [1425—1445])
c. oc nv miwnvwc ek hversu mik harmar en storo sar Sigwrðar sveins.
(ÞibrB 297.17 [1275-1300])29
I (36) er dæmi um þágufallsfrumlag með sögninni:
(36) en harmar mer sva miok, at viþ þvi er buit, at ec mona sonlæs verþa.
(Blas 259.4 [1325])
I (36) er feitletraða orðmyndin bundin á hefðbundinn hátt í handriti. Þar
sem þetta er stakdæmi er rétt að hafa í huga að þágufallsmyndin er bund-
in „m“ (þ.e. mér, mer) en þolfallsmyndin mik hefði hins vegar verið „m“
(þ.e. mic, mik). Munurinn á þessum tveimur beygingarmyndum er skýr
þótt lítill sé en óheppilegra er að aðeins skuli finnast eitt dæmi um þágu-
fall. Eins og með byrja er um þýddan texta að ræða og áhrif frá frumtexta
því möguleg.
29 Dæmið er með þolfalli í elsta varðveitta handriti sögunnar. Útgáfan getur einnig
lesbrigða úr yngri handritum þar sem breytileiki kemur fram milli nefnifalls og þolfalls á
falli reynandans og tölu sagnarinnar:
(i) a. ... mik harma ... (lesbrigði úr AM 178 fol. [1600-1700])
b.... eg harma ... (lesbrigði úr AM 177 fol. [1690-1691])
Ég hef ekki gátað dæmin í þessum handritum en ekki er annað tekið fram en að liðurinn
»en storo sar“ sé eins í lesbrigðunum í (ia) og (ib).