Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 40
38
Heimir Freyr Viðarsson
4.2.8 höfga
I fornmáli tekur sögnin höfga venjulega með sér frumlag í þágufalli. I forn-
textum má þó finna dæmi um þolfall með sögninni en þau dæmi eru hins
vegar ekki varðveitt í fornum handritum. Dæmi um annað fall en þágufall
benda jafnframt til vissrar merkingarbreytingar. Ef höfga hefur getað
merkt ‘verða syfjaður’, líkt og eiginleg merking höfga ‘verða höfugur,
þyngja’, skýrir það hugsanlega eftirfarandi dæmi um þolfallsfrumlag, sbr.
að sögnin syfja tekur með sér þolfall:
(37) a. kongur seigir sig hpfge, og verd eg ad sofa. (Frið 33.9 [1671];
ONP)
b. ... ok vakti þá stund fyrir messudaginn, ok um messudaginn sjálf-
an kendi hún sýnt óhæginda, ok höfgaði hana. (JartÞB 369
[1654])
Handrit þessara dæma eru mjög ung og því ekki fyllilega marktæk sem
dæmi um forníslensku. I (373) er enginn vafi á að orðið hefur merkingar-
breyting þar sem höfga merkir ‘verða syfjaður’ en ekki ‘blunda’. Athyglis-
vert er einnig að í sömu jartein og í (37b) kemur höfga tvisvar sinnum fýrir
með þágufallsfrumlagi (38a—b) og sömuleiðis í eldri gerð jarteinabókarinn-
ar (380):
(38) a. Jóladag var hún í kirkju ok höfgaði henni. (JartÞB 370 [1654])
b. Hinn þriðja dag í jólum at kveldi var hún at krossi, ok höfgaði
henni. (JartÞB 370 [1654])
c. þa raN a hana omégÍNS hþfge. En þegar es heNe höfgaðe. þa þoTesc
hon sia eN s?la Thorlac biscop. (JartÞA 354 [1225—1250])
Einnig hefur ratað í orðabækur dæmi úr Göngu-Hrólfs sögu um nefnifall
með höfga en þá fallmörkun staðfestir hins vegar ekki samanburður við
helstu handrit sögunnar.30
30 Dæmið er eftirfarandi:
(i) leið svá nóttinn, en er mornaði, tók Hrólfr at höfga, ok vafði hann Vefreyjunaut
utan at sér. (GHr 256.19 [1500-1525])
I aðalhandriti útgáfunnar sem vitnað er til í (i) er nafn Hrólfs skammstafað og ekki unnt
að sjá þar hvert fall persónuliðarins er. í þeim handritum textans sem hafa beygingar-
endingar á nafni Hrólfs virðist vera um þágufallsmyndina Hrólfi að ræða, þ.e. „li2Í“ (GKS
2845 4to 45r8, frá um 1450) og „hroTí“ (AM 589 f 4to 17^5, frá um 1450-1500). Nefnifall
með höfga er því óstaðfest.