Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 41
Tilbrigði í fallmörkun aukafallsfrumlaga
39
4.2.9 lysta
I fornmáli tekur sögnin lysta yfirleitt með sér þolfallsfrumlag eins og í nú-
tímaíslensku, sbr. (39).
(39) a. enda ma ek ecki awnat en sofa sem mik lystir. (AM 132 fol. ii3ra6
[1330—1370], Finnboga saga ramma)
b. ef þic vita lyst/'r (GKS 2365 4to 24V13 [1270], Helgakviða Hund-
ingsbana II 8)
Þetta virðist vera upprunalegt fall með sögninni enda tók lystan í forn-
ensku (sjá t.d. Van der Gaaf 1904:8) og lysta í sænsku með sér reynanda í
þolfalli (sbr. Falk 1997:50). Halldór Halldórsson (1982:174) fann í athug-
un sinni eitt dæmi um þágufall með lysta í Tómass sögu erkibiskups úr
norsku handriti, sbr. (4ob). Auk þessa dæmis er eitt dæmi um þágufall úr
íslensku handriti frá því um miðja 14. öld, sbr. (40a), og annað (norskt)
dæmi úr Tómass sögu erkibiskups af óprentuðum seðlum ONP, sbr.
(40C):
(40) a. er Marius sá gleði þeira lét hann minnka sóknina ok lét þá skynja
hvat er þeim lysti. (Rómv 138.21 [1350—1360]; ONP)
b. ... at enge hindran hallde þæim aptr, at þæir leiþi æige fyrihugsaþ-
an glœp til þæirra lykta, sem þæim til lyster. (Thóm 252.15 [1300];
ONP)
c. ... ok meðr ollu ecke vilia þæir hans heilræðe þeckiaz, þi at þæim
lyster at mæþa hann meðr sinum motgange. (ThÓm 164.16 [1300];
ONP)
Athygli vekur að öll þágufallsdæmin eru með aðeins einum röklið. Því er
ekki ljóst hvort mynstrið er þgf-þf/ef eða þgf-nf, sbr. t.d. skorta í kafla
4.2.11.
4.2.10 skipta
I fornmáli gat sögnin skipta tekið með sér frumlag í þolfalli og þágufalli í
merkingunni ‘vera e-m mikilvægt’. Flest dæmi eru um þolfall. I Islenskri
hómilíubók, handriti frá um 1200, eru tvö dæmi um þolfallsfrumlag og í
(41C—d) eru sýnd þolfallsdæmi úr Möðruvallabók frá um 1330—1370:
(41) a. Nu skipt/r þat eigi al/miklo þa menn er nu ero i heiwnozw hve lanct
þat skeíþ er. (Holm perg. 15 4to 7IVU [1200], íslensk hómilíubók)