Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Síða 43
41
Tilbrigði í fallmörkun aukafallsfrumlaga
b. En alt þat er honom scortir i vm véttin. þa sca\ sa qweþia ti/ xii.
quiðar Goða þaN er sa er iþ/«gi með er sottr er. (GrágB 92.12
[1260-1270])
Ef notkun skorta í Grágás er skoðuð nánar kemur í ljós að sögnin er þar
einnig með nefnifallsþema, sbr. tölusamræmið við feitletruðu liðina í (45).
Samræmið sýnir að liðirnir eru í nefnifalli, fleirtölu:31
(45) a. Ef presti þycc/r eigi aðr meþ fvllv rett at scírn farit. hvart sem
skorta orð eþa avnnrr atferli. oc andazk barnit. oc sca\ þat eigi
grafa at kirkio. [...] (GrágA 7.6 [1250])
b. Nv þyck/r presti eigi rætt at skírn farit. hvart sem skorta orð eþ<a
at ferli. þa varþar íiothavgs Garþ korlow oc konvw. xij. vetra goml-
vm. (GrágA 6.26 [1250])
Þágufallsdæmin í (44) eru aðeins með einum röklið. Með hliðsjón af nefni-
fallsdæmunum í (45) er eðlilegt að ætla að rökliðaformgerðin sé þgf-nf eins
og með angra, bila og bresta hér á undan, sbr. einnig yngri dæmi um mynstr-
ið þgf-nf með skorta í íslenskri málsögu (sjá kafla 5.4). Þessi dæmi benda
því til annars mynsturs ef mið er tekið af tilbrigðum á borð við þágu-
fallshneigð í nútímamáli, þar sem mynstrið er venjulega þf-þf -> þgf-þf.
5. Skýringar og umræða
5.1 Yfirlit
Til frekari glöggvunar á breytileikanum er í (46) sýndur listi yfir sagnir
sem koma fyrir með þolfallsfrumlagi í fornu máli; þemasagnir eru í (4Óa),
sagnir með reynendum í (4Ób) og tilbrigðasagnirnar í (460) :32
(46) a. Þemasagnir (80)
belgja, bera^, bera2, birta, bíða, blása, brjóta, brydda, byrja (upp)2,
daga (uppi), deyfa, draga, drepa, dökkva, enda, endrnýja, fá, fela,
fella, fenna, festa, fjara, flæða, frjósa, gera, geta, grynna, hafa (út),
31 Þessi dzemi eru tekin beint eftir útgáfunni en hafa ekki verið gátuð i handriti.
32 Um dæmi og merkingarskýringar þessara sagna má fræðast í fornmálsorðabókum
Fritzners (1886-96) eða hjá Cleasby og Guðbrandi Vigfússyni 1874. Svipaðan sagnalista,
sem byggður er á sama gagnasafni, er að finna hjá Jóhannesi Gísla Jónssyni og Þórhalli
Eyþórssyni 2005. Hér er merkingarhlutverkið reynandi skilgreint vítt (sbr. Jóhannes Gísla
Jónsson 1997—1998), þar sem með sumum þessara sagna væri e.t.v. réttara að tala um njót-
endur (sjá kafla 5.4).