Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Side 44
42
Heimir Freyr Viðarsson
hefja^, hefja (upp)2, henda, herða, heyra, kala, kefja, keyra, knýta,
kreppa, kveða, kvelda, kyrra, leggja, leiða, lengja, lesta, leysa, líða,
lýsa, lægja, minnka, opna, ónýta, reiða, reka, rifna, rjúfa, ryðja,
rýma, ræsa, saka, setja að, sjá, skaða, skemma, skilja, slíta, stemma
(uppi), steypa, stækka, stæra, taka, tíma, vatna, vekja upp, velkja,
verpa, vægja, þrjóta^, þynna, æsa
b. Reynendasagnir (48)
dreyma, forvitna, fylla, fýsa, girna, gleðja, greina á, gruna, heimta,
hryggja, hungra, iðra, kosta, langa, langa til, minna, misminna,
muna, nauðsynja, nátta, ógleðja, ómætta, ótta, setja, skilja á, slægja,
stinga, sundla, svimra, syfja, sýna, sækja, tíða, trega, ugga, undra,
vanta, vara, varða, velgja, vilna, virkja, væna, vænta/vætta, þrjóta2,
þrota, þyrsta, öfunda
c. Tilbrigðasagnir (11)
angra, ánægja, bíhaga, bila, bresta, byrja^, harma, höfga, lysta, skipta,
skorta
Eftirfarandi skýringartilgátur á tilbrigðunum verða metnar í næstu undir-
köflum.
(47) a. Áhrif merkingarlega skyldra sagna (í kafla 5.2)
b. Tilbrigði hliðstæð þágufallshneigð (í kafla 5.3)
c. Setninga- og merkingarfræðilega ólík formgerð (reynandi/njót-
andi) (í kafla 5.4)
Eins og fram hefur komið er dæmasafnið fjölbreytt og ósennilegt að ein
skýringartilgáta dugi til þess að gera grein fyrir öllum dæmunum. Dæmi um
þolfall í stað þágufalls er e.t.v. eðlilegast að skýra sem áhrif merkingar- eða
orðhlutalega skyldra sagna. Jafnframt verður þá að gera ráð fyrir að þolfall
hafi verið virkt eða a.m.k. hálfvirkt í íslenskri málsögu (sbr. Jóhönnu Barðdal
20090, Jóhannes Gísla Jónsson og Þórhall Eyþórsson 2008). í 4. kafla var
vakin athygli á formlegri tvíræðni mynstursins þgf-nf andspænis þgf-þf í
mögulegum dæmum um þágufallshneigð. Vegna greinilegra dæma um fyrra
mynstrið, mun víðar en í nútímamáli, og fæðar mögulegra dæma um þágu-
fallshneigð í íslenskri málsögu (sbr. Halldór Halldórsson 1982) er ástæða til
þess að efast um aðra skýringartilgátuna. Þriðja skýringartilgátan er því til-
raun til þess að skýra þágufallsdæmin á annan hátt, í samræmi við virkni þol-
falls og ólíka rökliðaformgerð.
Ótalin í (47) er fjórða skýringartilgátan sem eðlilegt er að meta, þ.e.
hvort ekki sé hreinlega um pennaglöp að ræða þar sem frávik frá venju