Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 45
43
Tilbrígði í fallmörkun aukafallsfrumlaga
koma fram. Þetta er ekki hægt að sannreyna með því að bera dæmin undir
lifandi málhafa líkt og hægt væri í nútímamáli en færa má rök fyrir því að
slíkar villur slæðist auðveldlegar inn í texta þegar orðmyndir eru bundnar
í handriti og þar sem lítill munur er á þolfalli og þágufalli. Stakdæmi um
fall eru einnig ótraustari en ef fleiri dæmi eru um viðkomandi fall. Til
dæmis er eini munurinn á beygingarmyndunum mik og mér, ef þær eru
bundnar í handriti, lögun bandsins sem stendur fyrir -ik eða -ér. Sáralítið
er hins vegar um að gátun dæmanna í handritum hafi gefið tilefni til þess
að draga dæmin í efa að þessu leyti. Með harma er bæði hægt að benda á
að persónuliðurinn er bundinn í handriti og um er að ræða stakdæmi.
Stytting í handritinu er hins vegar engin ávísun á pennaglöp, enda eru
bönd af því tagi kerfisbundin. Dæmið verður því tæpast vefengt umfram
önnur að þessu leyti. Til samanburðar eru stakdæmin um þolfall með
ánœgja og bíhaga óbundin og með öðrum sögnum eru bæði fleiri og fjöl-
breyttari dæmi um þolfall og þágufall. Þessi skýring á því varla við um
fleiri dæmi í 4. kafla.
5-2 Áhrif merkingarlega skyldra sagna
I tilviki sagnanna ánagja, bíhaga, bresta, byrja og höfga er þágufall að líkind-
um eldra en þolfalL Með flestum þessara sagna hafa fundist stakdæmi um
þolfall þar sem auðvelt er að benda á sögn með líka merkingu sem einnig
úthlutar þolfalli til frumlags, sbr. t.d. listann í (46). Fallmörkun sagnarinn-
ar árnzgja er þá e.t.v. sniðin eftir gleðja en þágufall hins vegar sbr. nagja.
Tökusögnin bíhaga er með þágufalli í þýsku og þágufall gæti einnig verið
sniðið eftir merkingarlega skyldri sögn á borð við henta með þágufalli (sbr.
Jóhönnu Barðdal 19993). Jóhanna telur mögulegt að stakdæmið um þolfall
með sögninni komi til af dönskum áhrifum en jafnvel er líklegra að yfir-
borðsleg, orðhlutaleg tengsl við vanhaga, sem tekur með sér þolfallsfrum-
lag, kunni að skýra þolfall með þessari sögn. Þetta er þó nokkuð óvænt
rökliðaformgerð í ljósi þess að sögnin á merkingarlega meira skylt við líka
og henta sem báðar taka með sér þágufallsfrumlag. Með byrja er hugsan-
legt að skýra þolfall sem áhrif þess að byrja er einnig til í merkingunni
‘hefjast, byrja’ og tekur þá þolfallsfrumlag, ef ekki er hreinlega um erlend
áhrif að ræða.
(48)3. ánœgjatC¥ (sbr. nœgjaÞGf) -> ánagja^ (sbr. gleðjaþF)
b. bíhagatGT (sbr. behagenþGF, hentaþGj) -> bíhagaþV (sbr. vanhagaþj)
c- byrKGF (‘sæmaÞG;) -*• byrjaþV (sbr. byrjaþV ‘hefjast’)