Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 46
44
Heimir Freyr Viðarsson
Ef þolfall á frumlögum er furðufall er óvænt að það skuli birtast með töku-
sögn á borð við bíhaga, nýmyndun (?) á borð við ánœgja og að notkun byrja
með þolfallsfrumlagi í annarri merkingu geti haft áhrif á notkun þess þar
sem von væri á þágufallsfrumlagi (reglufalli). Jóhanna Barðdal (2009b) og
Jóhannes Gísli Jónsson og Þórhallur Eyþórsson (2008) hafa í athugunum
sínum vakið athygli á að þolfall á frumlögum sé e.t.v. virkara en svo að það
sé óreglulegt og ófyrirsegjanlegt (furðufall), enda geti þolfall bæði laðað að
sér nýjar sagnir og haft áhrif á rökliðaformgerð sagna sem þegar eru til í
málinu. Um þetta verða sýnd fleiri dæmi í kafla 5.4.
Með bresta og höfga virðist þolfall einnig vera nýjung. I báðum tilvik-
um er um að ræða breytingu sem komið hefur upp á yngri málstigum, ef
mið er tekið af aldri handrita. Tilbrigðin koma því ekki fram í fornmáli.
Dæmi um þolfall með höfga eru þá e.t.v. sniðin eftir syfja sem tekur þol-
fallsfrumlag. Þessi áhrifsbreyting er jafnframt greinileg ef litið er á merk-
inguna í yngra dæmi um sögnina, sbr.(37a); höfga merkir þar ‘syfja’ eins og
sést á framhaldinu: ogverðegaðsofa. í (380) er hin venjulega merking höfga
sýnileg, þar sem fylgja þegar draumfarir. Þolfallsfrumlag með bresta kann
að vera hægt að rekja til sagnar á borð við skorta sem venjulega úthlutar
þolfalli til reynandans. Ef breytingar á rökliðaformgerð ráðast fyrst og
fremst af tíðni falls, merkingarflokks eða sagna (sjá kafla 2.1) er þetta ekki
ólíkleg skýring, enda virðist skorta vera mun algengari en bresta (sbr.
viðauka). Vegna þessa munar á fjölda dæma er aftur á móti ólíklegra að
þágufall með skorta megi rekja til bresta.
Þar sem bila er algeng í orðasambandinu bila ámði er ekki ósennilegt
að þágufalli valdi hugrenningartengsl við bresta, þ.e. ef þolfall er eldra en
þágufall með bila. Sögnin bresta er ekki ósjaldan höfð í sambandinu e-m
brestr árœði en tekur þó einnig ýmsa aðra fylliliði utan þessa fasta sam-
bands. Þágufall með harma gæti stafað af merkingarlega skyldum sögn-
um á borð við sárna eða þykja (leitt). A hliðstæðan hátt er hægt að benda
á lika og henta sem mögulegar fyrirmyndir þágufalls með lysta. Athygli
vekur að dæmin um þágufall með lysta eru öll án eignarfallsliðarins; ann-
ars vegar er um tilvísunartengingarnar sem og er að ræða, hins vegar
skýringarsetningu. Þágufallsdæmin kynnu því að hafa hliðstæða merk-
ingu og rökformgerð og skiptisagnir þó að ekki sé nokkur leið til þess að
sýna fram á það í þeim þágufallsdæmum sem hafa varðveist (sjá einnig
kafla 5.4).33
33 Til marks um þennan mun er notað táknið œ (hér: hliðstætt, jafngilt) í stað -*• (hér:
afleiðing, áhrifsbreyting).