Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 47
45
Tilbrigði í fallmörkun aukafallsfrumlaga
(49) a. bilaM: (sbr. vantapí) -* bilai cr ámði (sbr. brestai GF ámði)
b. harmaþF (sbr. taka sártþf) -> harmaþGV (sbr. sámaþGf, þyk.jaþG? leitt)
c. lystaþF (sbr. langaj * lystaþG? (sbr. líkaþG?, hentaþC?)
Ekki verður með góðu móti bent á merkingarlega skyldar sagnir sem
skýrðu rökliðaformgerð annarra sagna sem voru til umfjöllunar í 4. kafla.
5-3 Tilbrigði hliðst&ð þágufallshneigð
Eins og fram kom í kafla 2.1 felst þágufallshneigð í því að upprunalegu
þolfalli á reynendum (sem gegna setningafræðilegu hlutverki frumlags) er
skipt út fyrir þágufall. Það er verulegum vandkvæðum bundið að greina
dæmin í 4. kafla öll á þann hátt og raunar væri það alrangt með þeim sögn-
um sem nefndar voru í kafla 5.2; ánœgja, bíhaga, byrja og höfga taka venju-
lega með sér þágufallsfrumlag og væru því heldur til marks um þolfalls-
hneigð en hneigð til þágufalls. Dæmi um þágufall með angra, bila, bresta,
harma, lysta, skipta og skorta eru hins vegar, a.m.k á yfirborðinu, mjög lík
nútímamálsdæmum um þágufall í stað eldra þolfalls, þ.e. þágufallshneigð.
Ekki er ólíklegt að nútímalesandi myndi við fyrstu sýn telja þetta skýring-
una á þágufalli í eftirfarandi dæmum, upp að því marki sem við þolfalls-
frumlagi væri að búast í nútímaíslensku með þessum sögnum:
(50) a. angraði honum mjpk ... (=2id)
b. k(iartan) q(uað) aræðit flestura bila ... (=25a)
c. brestr þér áræði við þenna spellvirkja ... (=29a)
d. en harmar mer sva miok, at... (=36)
e. ok lét þá skynja hvat er þeim lysti. (=4<oa)
f. Suertitzgr ... q(uað) sier miklu mali skipta at... (=42b)
g. En allt þat er bonom scort/r i vm vættin ... (=44a)
Sagnirnar í (50) eiga það sameiginlegt að vera (eða geta verið) tvírúmar
(e. two-place predicate), þ.e. tekið með sér tvo rökliði. Fallmörkun þemans
gefur í nokkrum tilvikum sterka vísbendingu um að annars konar mynst-
ur búi að baki þágufallinu í þessum dæmum. I nútímamáli hefur þágufalls-
hneigð aðeins áhrif á fallmörkun frumlags sem er reynandi en sú mál-
breyting hefur engin bein áhrif á fallmörkun andlagsins. Mynstrið þgf-þf
er því ekki upprunalegt mynstur heldur afleiðing breytinga á fallmörkun
á borð við þágufallshneigð, sbr. einnig færeysku og ensku (sjá t.d. Barnes
1986, Allen 1996, Halldór Armann Sigurðsson 2006). I málfræðilegri
umræðu hefur þó verið staðhæft, með tilvísun í dæmi um þgf með bresta