Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Side 48
46
Heimir Freyr Viðarsson
og þverra í nútímamáli, að breytingin þf-þf -> þgf-nf sé einnig til marks
um þágufallshneigð (sjá Yip, Maling og Jackendoff 1987:231—232).
Astæða þessa munar á t.d. bresta með þgf-nf andspænis þgf-þf með vanta
hefur verið talin sú að bæði bresta og þverra séu fremur óalgengar sagnir
(sbr. Yip, Maling og Jackendoff 1987:232). Með þessu hlýtur að vera átt
við að nefnifall á fylliliðnum sé valið af því að það er ómarkað andspænis
þolfalli, sem Yip, Maling og Jackendoff (1987) telja að sé orðasafnsbund-
ið. Hins vegar eru einnig dæmi um mynstrið þgf-þf og jafnvel þf-nf með
bresta í íslenskri málsögu (sjá Halldór Halldórsson 1982:168, Smith 1994:
683-684).34
I ljósi þess að þágufallshneigð felur því ekki sjálfkrafa í sér breytinguna
þf-þf -> þgf-nf er óvænt, ef dæmin í (50) ætti að greina sem þágufalls-
hneigð, að með angra, bila, bresta og skorta (og jafnvel skipta) skuli einnig
finnast dæmi um mynstrið (þgf)-nf, þ.e. það sem í hefðbundinni setn-
ingafræði nefnist persónuleg notkun sagnarinnar. Þá virðast engin sann-
færandi dæmi vera um þolfallsfrumlag með bresta að fornu og þ.a.l. hlýtur
þolfall þar að vera nýjung fremur en þágufall. Eiginleg þágufallshneigð
ætti aðeins að birtast sem þgf-þf, enda eru varðveitt dæmi um þf-þf með
bila, harma, lysta (einnig þf-ef) og skorta. Ef fallist er á þessi rök er aðeins
hægt að telja harma og lysta til sennilegra dæma um tilbrigði hliðstæð
þágufallshneigð. Aftur á móti er óheppilegt að með þágufalli skuli sögnin
í mörgum tilvikum aðeins taka með sér einn röklið; undirliggjandi rökliða-
formgerð sést því ekki og dæmin eru ekki ótvíræð.35 Þetta á einnig við um
skorta og skipta þar sem engin fornmálsdæmi eru um persónulega notkun
með þágufallslið.
Merkingarfræðilega sést að af þeim sögnum úr fornmáli sem taldar
voru upp í (46) eru einungis sagnir sem taka með sér reynendur sem sýna
merki um breytileika milli þolfalls og þágufalls. Þetta er reyndar háð því
að merkingarhlutverkið reynandi/skynjandi sé skilgreint heldur vítt, líkt
og hjá Jóhannesi Gísla Jónssyni (1997-1998), því að ekki er í öllum tilvik-
um um að ræða beina skynjun frumlagsins (sjá einnig umræðu í kafla 5.4).
Það eitt og sér dugir þó ekki til þess að skýra að breytileiki komi fram með
í sögnunum í (460) þar sem mjög stór hluti sagnanna á listanum tekur með
sér reynandafrumlag (41,3%). Aðrar sagnir sem taldar eru upp taka með sér
34 Um bæði bresta og þverra verður fjallað nánar hér á eftir.
35 Með harma er greinilegt dæmi um mynstrið þf-nf í ungu handriti fornmálstexta
þar sem fallmörkun síðari liðarins er tvíræð í eldri handritum, sbr. kafla 4.2.7. Þetta væri
hins vegar hæpin röksemd fyrir hvort heldur sem er mynstrinu þf-nf eða þgf-nf með
harma að fornu.