Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Qupperneq 49
47
Tilbrigdi í fallmörkun aukafallsfrumlaga
þemafrumlag (58,7%) og sýna ekki breytileika milli þolfalls og þágufalls.
Þessi niðurstaða er því í samræmi við niðurstöður um þágufallshneigð í
nútímamáli þar sem tilbrigða milli þolfalls og þágufalls í nútímamáli gætir
aðeins með sögnum sem tákna einhvers konar skynjun.
í athugun Jóhannesar Gísla Jónssonar og Þórhalls Eyþórssonar (2003)
og Ástu Svavarsdóttur (1982) á þágufallssýki kom fram að minnst er um
þágufallshneigð með sögnunum gruna, dreyma og minna í nútímamálL
Líklegasta skýringin er sú að þágufallshneigð komi helst fram með sögn-
um sem tákni tilfinningar (líkamlegar/andlegar). Þetta ætti einnig við um
sagnirnar angra, (ánœgja), (bíhaga), harma, lysta og jafnvel vöntunarsagn-
irnar bila, bresta og skorta. Á hinn bóginn má spyrja hvers vegna þágufalls-
hneigð ætti að birtast með þessum sögnum en ekki til dæmis fysa, gledja,
btyggja eða ugga. Af vöntunarsögnum ætti breytileiki einnig að geta fund-
ist með þrjóta, þrota og vanta eða líkamssögnunum hungra, sundla, svimra,
syfja og þyrsta.
Að auki er rétt að benda á að lysta og skorta eru í hópi þeirra sagna sem
virðast vera hvað algengastar sagna með þolfallsfrumlagi (sbr. viðauka).
Dæmasöfnun af þessu tagi segir vitaskuld lítið um tíðni sagnanna að fornu
en eðli málsins samkvæmt aukast líkurnar á að ný fallamynstur finnist
tneð auknum fjölda dæma. Um rúman helming sagnanna hafa hins vegar
ekki safnast nema um tíu dæmi. Þágufallshneigð með lysta og skorta væri
því ekki óvænt, hafi slík tilbrigði komið fram í máli sumra, enda er nægi-
legur fjöldi dæma til þess að breytileikinn komi fram í textum. Með vara,
gruna og dreyma, sem einnig eru algengar, eru hins vegar ekki jafn sterk
tnerkingarfræðileg skilyrði fyrir breytingunni þf -> þgf miðað við kjör-
skilyrði þágufallshneigðar í nútímamáli. Á það ber hins vegar að líta að út-
gefnar athuganir á þágufallshneigð í nútímamáli hafa hingað til mest mið-
ast við barnamál.36
Tvennt mælir mjög gegn því að greina tilbrigðin sem þágufallshneigð.
Annars vegar sýndi rannsókn Halldórs Halldórssonar (1982) að slík frávik
væru alls ekki tíð, ekki í íslensku fyrir siðaskipti eða íslensku síðari alda.
Niðurstöður hans bentu meira að segja til þess að fram á 19. öld væri nefni-
fallshneigð ríkjandi ef frávik komu fram, þ.e. að nefnifallsfrumlag birtist í
stað aukafallsfrumlaga með umræddum sögnum. Eftir miðja 19. öld ykist
36 Nafnlaus yfirlesari bendir á að samkvæmt alþjóðlegum barnamálsrannsóknum telj-
ht 5—10% frávik frá fullorðinsmáli vera eðlileg tilbrigði, þ.e. afleiðing máltöku, og að það
sé ekki sjálfgefið að frávikin hafi áhrif á málbreytingar eða mál fullorðinna (sbr. Croft og
Cruse 2004). Fornmálsdæmin endurspegla að líkindum alltaf mál fullorðinna (skrifara).