Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Side 50
48
Heimir Freyr Viðarsson
þágufallshneigð hins vegar á kostnað nefnifallshneigðar sem kann að vera
bein afleiðing breyttrar tegundatíðni þágufalls í nútímamáli (sbr. Jóhönnu
Barðdal 19990).
5.4 SetningU' og merkingarfraðilega ólík formgerð
Umræðan hefur til þessa að mestu snúist um fallmörkun aukafallsfrum-
lagsins (persónuliðarins) en nú verður sjónum í meira mæli beint að falli
hins rökliðarins, fylliliðarins. Fallmörkun þessa liðar er oft óljós/tvíræð en
það vekur athygli að þess eru dæmi að mynstrið (þgf)-nf birtist þar sem í
nútímamáli væri von á öðru mynstri. Eg vil stinga upp á því að formgerð
hliðstæð skiptisögnum búi að baki fallmörkuninni í þessum dæmum en
jafnframt að ekki sé um jafn skýrt afmarkaðan flokk sagna að ræða og í nú-
tímamáli. Einnig kom fram hér á undan að a.m.k. tvær sagnanna, angra og
bíhaga, voru skiptisagnir í skandinavísku meginlandsmálunum (sbr.
Jóhönnu Barðdal 1998). Að breyttu breytanda er eðlilegt að ætla að hið
sama gæti átt við um sömu sagnir í forníslensku.
Til upprifjunar einkennir skiptisagnir mynstrið þgf-nf/nf-þgf og
hægt er að líta svo á sem nefnifallsþemað hafi áhrif á persónuliðinn (nf
frumlag) eða að persónuliðurinn verði fyrir áhrifum frá þemanu (þgf
frumlag). Skiptiformgerð af þessu tagi getur hæglega samrýmst merkingu
angra og bíhaga, en ánagja, bila, bresta, byrja, lysta, skipta og skorta koma
einnig til álita. Með þessum sögnum er mögulegt að líta svo á að röklið-
irnir hafi formgerð með tvíátta orsakarsamhengi, sbr. kafla 2.2. Erfiðara er
að ímynda sér slík hlutverkaskipti með harma. Það er hins vegar ómögu-
legt með höfga þar sem hún er einrúm sögn (e. one-place predicate). Með
lysta er eignarfallsliðurinn almennt ekki eins miðlægur og formgerð skipti-
sagna krefst, sbr. einnig kafla 5.2 og 5.3, og því er e.t.v. gild ástæða til þess
að hafa þgf með þeirri sögn til marks um tilhneigingu líka þágufallshneigð.
Með angra og bresta er ljóst að fýlliliðurinn er nf í fornu máli. í nú-
tímamáli er angra hins vegar aldrei annað en áhrifssögn (nf-þf) og bresta
ópersónuleg sögn með þolfallsfrumlagi. Þar virðist skiptiformgerðin hafa
þróast í ólíkar áttir, annars vegar í reglulega áhrifssögn með þolfallsandlagi
en hins vegar í ópersónulega sögn með þolfallsfrumlagi. Þetta er líkt því
að flokkunarramminn í (5ia) yrði ofan á með bresta en (5ib) með angra,
sbr. (14) í kafla 2.2.
(51) a. bresta [rökliður/ÞGF), rökliður2(NF)]
b. angra frökliður/NF), rökliður2(ÞGF)]