Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 52
50
Heimir Freyr Viðarsson
d. huarki skorti frost ne vind (AM 132 fol. I02vb29 [1330—1370],
Finnboga saga ramma)
e. hvart sem skorta orð eþa at ferli. (GrágA 6.26 [1250])
Dæmin sýna aðeins að sagnirnar uppfylla ákveðin skilyrði til þess að geta
talist skiptisagnir.39 Þetta mynstur er frábrugðið því sem sjá má með vönt-
unarsögn á borð við vanta þar sem þemað er í þolfalli bæði sem fylliliður
með þolfalli og sem frumlag í dæmum hliðstæðum (52). Með angra og
bresta eru ótvíræð dæmi um mynstrið þgf-nf, þ.e. þágufallsfrumlag og fylli-
lið í nefnifalli. Með skorta eru aftur á móti aðeins forníslensk dæmi um
annars vegar þágufallsfrumlag, sbr. (442—b), og hins vegar nefnifallsfrum-
lag, sbr. (44a—b). Úr vísnabók frá 1612 er þó skýrt dæmi um hvort tveggja
nefnifallsþema og þágufallsfrumlag (njótanda/reynanda) með skorta (tilv.
eftir Halldóri Halldórssyni 1982:176, sbr. einnig ROH: skorta, 5, „Vísnab
366“ (i7f)):
(53) Þeim sem hefur holla Frw/Hægden skortar eige/Indæl Hialp og
Adstod tru/er vppa treysta meige.
Þrátt fyrir að með skorta sé venjulega þf-þf sýnir (53) að mynstrið þgf-nf
var einnig mögulegt. Þó að fremur ungt dæmi um þgf-nf sanni vissulega
ekkert um rökformgerð sagnarinnar í forníslensku er það sterk vísbend-
ing um annað mynstur en þf/þgf-þf. Slíkt mynstur væri því hliðstætt þgf-
nf andspænis þf-þf með bila og bresta. Fylliliður í nefnifalli er hins vegar
óvænt mynstur ef um þágufallshneigð væri að ræða, sbr. kafla 5.3.
Hægt er að færa fýrir því rök að eðlilegra sé að gera ráð fýrir skipti-
sögnum sem setningagerð fremur en tilteknum flokki sagna að fornu.
Þau rök felast í því að orðaröð er frjálsari í fornu máli, bæði hvað varðar
stöðu annarra liða en ótvíræðra frumlaga í ákvarðara beygingarliðar
(hefðbundnu frumlagssæti) og orðaröð með sögnum með þágufallsfrum-
lagi sem ekki eru skiptisagnir. Þegar hefur verið bent á að fleiri sagnir að
fornu hafi hegðað sér líkt og skiptisagnir, m.a. líka sem tilheyrir í nútíma-
máli ótvírætt sögnum með þágufallsfrumlagi, sbr. (10) í kafla 2.2. Sú túlk-
un byggist vitaskuld á því að hægt sé að taka mið af orðaröð í forníslensku
eins og í nútímaíslensku. Athyglisvert er í tilviki líka að í dæminu úr Njáls
39 Með bila eru í þessari sömu merkingu varðveitt ótvíræð dæmi um nefnifalls- og
þolfallslið (sjá t.d. flettu sagnarinnar í ONP og nmgr. 20). Dæmið um nefnifallsfrumlag
með skipta er vissulega annarrar (eiginlegrar) merkingar en sambandið skipta miklu (máli).
Astæðulaust er hins vegar að ætla að um annað mynstur sé þar að ræða.