Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 55
53
Tilbrigði í fallmörkun aukafallsfrumlaga
dæmi vill svo til að fall reynandans óljóst. Með hliðsjón af hinum dæmun-
um bendir nefnifallsþemað, lófamir, þó til þess að mynstrið sé þgf-nf
fremur en þf-nf. Yngstu dæmi um persónulið í þolfalli í Ritmálssafni
Orðabókar Háskólans með klœja eru frá s.hl. 19. aldar. Þróunin virðist í
grófum dráttum vera á þá leið sem sýnd er í (57), þó að elsta gerðin, (57a)
þgf-nf/nf-þgf, tóri vissulega fram á 20. öld og lifi enn í yfirfærðri merk-
ingu:
(57) a. þgf-nf/nf-þgf (fram á 19. öld)
b. þf-þf/þf-nf (frá miðri 19. öld)
c. þf-fl (frá 20. öld)
Um miðja 19. öld virðist verða blöndun á tvenns konar setningagerðum,
annars vegar klœja sem hegðar sér líkt og skiptisögn, sbr. (58a), hins vegar
sögn með þolfallsfrumlagi líkt og í (58b):
(58) a. lófinn klæjar (mér)/mér klæjar lófínn
b. mig klæjar lófínn/lófann -*■ mig klæjar (í lófann)
Dæmi um persónulega notkun klaja án þágufallsnjótanda í (58a) er sýnt í
(59a) og um millistigið þf-þf í (59b) í þróuninni til nútímamynsturs er sýnt
dæmi í (59b) (sbr. ROH: klœ.ja)\
(59) a. eyrun daufheyrast vid Drottins ord, Ps. 58 en klæa eptir nýum
lærdómum (VídPost 115.37)
b. Ef mann klæar hökuna, á hann að smakka nýmæli (IslÞjób
55541)
I nútímamáli tekur þverra, líkt og bresta og kl&ja, með sér þolfallsfrumlag
°g auk þess fyllilið í nefnifalli eða þolfalli (migþverrkjark/kjarkur), sbr. Is-
lenska orðabók (2002). í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans og í forn-
íslensku eru engin dæmi um þolfall með þverra, hvorki á frumlaginu né á
fylliliðnum. í forníslensku er mynstrið nf-0 eða þgf-nf:
(60) a. orkan þuarr. \iuiat elli sotti a hendr ho««m (AM 132 fol. iÓ2rbl3
[1330-1370], Laxdæla saga)
b var þat bæði at hoM«m þurru lausafie enda þotti \10num miog vaxa
þustr milli manna i heraðinu (AM 132 fol. i8ova38 [1330-1370],
Laxdæla saga)43
43 Venjulega er lausafé ekki í fleirtölu en þó eru dæmi þess að fornu, m.a. í sama texta:
(i) þætti mer ockr þetta vel hent þuiat mer er sagt at þu haf/r ognoglig lausa fie en
\aná dyrt vnder. (AM 132 fol. I93va9 [1330-1370], Laxdæla saga)