Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Side 56
54
Heimir Freyr Viðarsson
Eins og með bresta og klaja virðist mynstrið þf-þf/nf því vera nýjung. Raun-
ar er nauðsynlegt að gera ráð fyrir ákveðinni virkni þolfaUs á frumlögum jafn-
vel í nútímaíslensku. Jóhannes Gísli Jónsson og Þórhallur Eyþórsson (2008)
nefna t.a.m. að þolfall hafi verið hálfvirkt í íslenskri málsögu, sbr. sagnirnar
htylla við og óra fyrir frá 17. öld og ráma í frá 19. öld, sem allar taka með sér
þolfallsfrumlag, auk mögulegs þolfallsfrumlags með tökusögninni ske allt frá
lokum 14. aldar (sjá dæmi hjá Veturliða Óskarssyni 1997—1998:190—191 og
Jóhannesi og Þórhalli 2008).44 Til samanburðar sé eignarfall á andlögum
hins vegar algerlega óvirkt. Einnig eru allnokkur dæmi um þolfallsfrumlag
með skynja frá 17. og 18. öld, sem bæði í eldra máli og nútímamáli tekur með
sér nefnifaUsfrumlag (sjá Nucleus Latinitatis: sentio, 4):
(61) mig skiniar, eg finn, fornem
Fleiri dæmi, þó ekki dæmið í (61), má finna í Ritmálssafni Orðabókar Há-
skólans (ROH: slynja'), sbr. einnig Islenska orðabók (2002). Þá hefur Ant-
on Karl Ingason (2009) einnig bent á möguleika á þolfallsfrumlögum með
nýjum, tilbúnum sögnum á borð við kjaftstyppa ‘verða kjaftstopp’ í athug-
unum á nútímamáli. Þetta mælir því nokkuð gegn greiningu á þolfalli sem
furðufalli, bæði með skynjunarsögnum og sögnum með þemafrumlögum,
sbr. kafla 2.1, en styður kenningar um að þolfall á frumlögum sé upp að
vissu marki merkingarfræðilega fýrirsegjanlegt (sbr. t.d. Jóhönnu Barðdal
2009b). I þýskri málsögu eru einnig dæmi um „þolfallsvæðingu" með
ópersónulegum sögnum í stað þágufalls (sjá t.d. Dal 1966:6—7, 36—37).
Leiða má líkur að því að þegar þágufallshneigð kom upp um miðja 19.
öldina hafi verið mjög veik skilyrði til varðveislu skiptiformgerðar; þgf-
nf, ekki síst þgf-0, rennur auðveldlega saman við þágufall í stað eldra þol-
falls. I vissum tilvikum, þar sem hlutverkaskipti eru merkingarfræðilega
möguleg, varðveittist þessi breytileiki þó og hægt er að tala um tilurð sér-
staks flokk skiptisagna þar sem röð liðanna er valfrjáls. Venjulega er sögn-
in þá ávallt skiptisögn, fremur en að við hlið þeirrar notkunar lifi einnig
ópersónuleg sögn með föstu aukafallsfrumlagi (sbr. svíða). Þágufalls-
hneigð kann því beinlínis að hafa stuðlað að því að þágufallsnjótendur viku
fyrir þolfalli, enda eru skýr dæmi um tilbrigði í átt til þolfalls. í máli „þágu-
fallshneigðra“ varð þá óljóst hvort t.d. mér kl&jar var gamla ÞGF-NF-mynstrið
með njótanda eða nýtt þágufall í stað þf-þf/fl með reynanda. Sagnirnar
44 Einnig er hægt að benda á hlakka til og kvíða fyrir sem venjulega taka með sér nefni-
fallsfrumlag en bæði er tilhneiging til þess að þær taki þolfalls- og þágufallsfrumlag (sjá t.d.
Astu Svavarsdóttur 1982, Jóhannes Gísla Jónsson og Þórhall Eyþórsson 2003).