Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Blaðsíða 57
55
Tilbrigði í fallmörkun aukafallsfrumlaga
klaja og svíða eru einu sagnirnar sem mér vitanlega varðveita enn (a.m.k.
að hluta til) bæði þessi mynstur, nf-þgf og þf-þf.
I samanteknu máli felst skýringartilgátan því í því að þágufallsdæmin
séu til marks um formgerð hliðstæða skiptisögnum (skiptiformgerð) og
þeir liðir séu betur greindir sem njótendur en reynendur. Helstu rök fyrir
þessu er mynstrið þgf-nf og möguleiki á einvörðungu nf-0. Það sé jafn-
framt ekki með sömu rökum og í nútímamáli hægt að tala um að sérstak-
ar skiptisagnir hegði sér á þennan hátt, því að venjulegar ópersónulegar
sagnir með þágufallsfrumlagi gátu einnig haft viss einkenni skiptisagna.
Einhvern tíma í íslensku síðari alda skapast því þau skilyrði að þágufalls-
liður í ákvarðara beygingarliðar er allajafna frumlag og notkunarsvið þágu-
falls á frumlögum þrengist. Þessi breyting markar tilurð sérstaks flokks
sagna, skiptisagna, sem varðveita skiptiformgerðina.
6. Niðurstaða
Hvorki stakdæmi um þágufall í stað þolfalls á persónuliðum í forníslensku
(sbr. Halldór Halldórsson 1982), né strjál dæmi um þágufall með nokkrum
sögnum, þar sem von væri á þolfalli, þarf nauðsynlega að benda til fornra
hneigða til þágufalls. Fráleitt væri þó að líta fram hjá þeim möguleika.
Dæmasafn 4. kafla, auk umræðu og viðbótardæma í kafla 5.4 um hliðstæðar
persónulegar formgerðir (nf-0 eða þgf-nf), vekur margvíslegar spurningar
um stöðu forníslenska fallakerfisins að þessu leyti og þróun kerfisins til
nutíma. Einkum tvennt stendur upp úr í þessari úttekt sem sætir tíðindum.
Annars vegar er nokkur fjöldi dæma um að þágufall víki fyrir þolfalli
a persónuliðum, að fornu og í íslenskri málsögu allt til nútíma. Virkni þol-
falls á frumlögum sem eru reynendur eða njótendur er óvænt vegna þess
að þolfall hefur almennt verið talið markað, óreglulegt fall (furðufall) á
frumlögum. Þar af leiðandi felur þágufallshneigð í sér að þolfall, sem er
markað, víkur fyrir þágufalli, sem er ó- eða lítt markað. Þetta kom fram
með ánœgja, (bila)45, bresta, bíhaga og höfga þar sem þolfall birtist í stað
þágufalls, e.t.v. vegna þess að merkingarhlutverk persónuliðarins er reyn-
andi. Óvíst er þó að þessi breytileiki komi raunverulega fram í elstu forn-
islensku nema með bila, sbr. aldur dæmanna og handrita sem varðveita
þau. í tilviki höfga er greinilegt af merkingunni að um skynjun er að ræða
með þolfalli, ólíkt þágufallsdæmunum. Tæplega væru slíkar breytingar eða
tilbrigði möguleg nema þolfall væri tiltölulega virkt í málinu, þ.e. gagnsætt
45 Ekki er fullkomlega ljóst hvaða mynstur er elst með bila, t.d. þf-þf eða þgf-nf.