Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Síða 58
56
Heimir Freyr Viðarsson
eða fyrirsegjanlegt líkt og reglufall. I 5. kafla var jafnframt vakin athygli á
greinilegum dæmum um „þolfallsvæðingu" með klœja og þverra (19./20.
öld), auk bresta (16. öld), þar sem þágufall virðist í öllum tilvikum eldra en
þolfall. Þá var vísað á fleiri hliðstæð dæmi úr íslenskri málsögu hjá Jó-
hönnu Barðdal I999a og Jóhannesi Gísla Jónssyni og Þórhalli Eyþórssyni
2008, auk dæma úr nútímamáli, sbr. Anton Karl Ingason 2009.
Hins vegar eru dæmi um annað mynstur en von væri á með þágufalls-
hneigð, þ.e. dæmi um þf-þf og þgf-nf, sbr. angra, bila, bresta, skipta og
skorta. Með bila er fallmörkun fylliliðarins að vísu óljós að fornu en greini-
leg dæmi eru um þema í nefnifalli án persónuliðar og nefnifallsfyllilið með
persónulið í þolfalli. Með skipta og skorta voru sýnd dæmi um nefnifalls-
þema, með skorta úr sama texta og dæmi um persónulið í þágufalli. Með
skorta eru jafnframt greinileg yngri dæmi um mynstrið þgf-nf. Rökliða-
formgerð og merking sagnanna angra, bila, bresta, skipta og skorta er sam-
rýmanleg rökliðaformgerð skiptisagna, sbr. kafla 5.4. Með þessum sögn-
um var hægt að sleppa þágufallsliðnum og rökliðir sagnarinnar geta haft
formgerð með tvíátta orsakarsamhengi. Sýnd voru fleiri dæmi sem myndu
falla að þessari greiningu, sagnirnar kl&ja og þverra, sem uppfylltu þessi
sömu skilyrði fram á 19. öld. Eins og bent hefur verið á er mögulegt að
flokkur skiptisagna hafi verið stærri að fornu en í nútímamáli, sbr. líka sem
kann að hafa haft skiptisagnareðli (sjá Jóhönnu Barðdal 1998). Þetta skýrir
þgf-(nf) með umræddum sögnum.
Þeirri spurningu var hins vegar varpað fram hvort eðlilegt sé að gera
ráð fyrir skiptisögnum í fornmáli eða hvort fremur sé um skiptiformgerð
að ræða sem hafi verið möguleg víðar en í nútímamáli. Með breytingum á
tegundatíðni þágufalls, auknum tengslum skynjunar og þágufalls, takmörk-
un á notkunarsviði þgf. og fastari orðaröð í nútímamáli hafi orðið til sér-
stakur flokkur sagna sem varðveitir þessa skiptiformgerð. Síðari útbreiðsla
þágufallshneigðar kann að hafa ýtt undir þessa þróun. I mörgum tilvikum
er ekki mögulegt að greina á milli skiptiformgerðar af þessu tagi og þágu-
fallshneigðar, sbr. fjölda dæma um þágufall með kl&ja í íslenskri málsögu
án fylliliðar sem líkjast breytingunni þf -*• þgf í nútímamáli. Því hafi skipti-
formgerðin verið orðin tvíræð á 19. öld.
Rök fyrir því að greina dæmin á hliðstæðan hátt og þágufallshneigð í
nútímamáli skortir. Engin merki eru t.a.m. um mynstrið þgf-þf sem er
algengt mynstur með þágufallshneigð í nútímamáli. Dæmin eru ýmist án
fylliliðar, fall fylliliðarins er óljóst eða mynstrið er þgf-nf. Ef þessi dæmi
væru greind sem þágufallshneigð er mynstrið þgf-nf óútskýrt og að sama
skapi óvænt að varla skuli finnast dæmi um þágufallshneigð fyrr en á s.hl. 19.