Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Side 92
90
Veturliði G. Óskarsson
testamentinu næstu þrjár aldir. I 4. kafla er greint frá notkun sagnarinnar
í nokkrum öðrum völdum textum frá síðari öldum og í 5. kafla er stuttlega
hugað að sögninni og stöðu hennar í nútímanum. Að lokum eru niður-
stöður dregnar saman í 6. kafla.
2. Sögnin blífa í íslenskum ritum fram til um 1540
2.1 Inngangur
Sögnin blífa er eitt margra orða í norrænum málum sem rekja má til mið-
lágþýsku. Elstu dæmin í dönsku og sænsku eru frá því skömmu fýrir
miðja 14. öld og sögnin er orðin algeng í textum um 1400 (Markey
i9Ó9:i403). Bæði Thomas Markey (1969:47) og Lennart Elmevik
(1970:164) telja að orðið hljóti þó að hafa verið tekið upp í austurnorræn
mál mun fyrr eða snemma á 13. öld. Elstu dæmi um blífa í norsku eru
nokkru yngri, hið elsta frá 1392 (DN 6:379),4 og ýtir hún þar sögninni
verða til hliðar á 15. öld (sbr. Seip 1971:400). Sögnin blífa kemur fyrir í
færeysku bréfi frá upphafi 15. aldar. Elsta dæmi í íslensku er í fornbréfi frá
2. áratug 15. aldar.
Beyging sagnarinnar í miðlágþýsku var sterk, bliven — bléf — bléf —
bléven,5 og féll hún í sambærilegan beygingarflokk í viðtökumálunum
(Wessén 1965:123; Brpndum-Nielsen 1971:5, 8). I suðursænskum mállýsk-
um koma fyrir veikar beygingarmyndir í þátíð (blidde, bledde) en annars er
beygingin sterk í norskum, dönskum, sænskum og finnlandssænskum
mállýskum (Markey 1969:165, sbr. kort nr. 8 í viðauka bókarinnar). Sögn-
in beygist í íslensku samkvæmt 1. hljóðskiptaröð, blífa — bleif — blifum —
blifinn, og virðist hafa gert það frá upphafi (sbr. töflu 1 í kafla 2.2; dæmi
eru ekki til um allar beygingarmyndir sem máli skipta fyrr en í textum frá
16. öld).
Aðalmerking sagnarinnar í miðlágþýsku var dvalarmerking, ‘vera kyrr,
óbreyttur, halda áfram að vera’ (sbr. da. forblive), og barst hún í þeirri
3 I þessu verki, sem er doktorsritgerð höfundar, gerir Markey vandlega grein fyrir
þróun sagnarinnar í sænsku og sænskum mállýskum með nokkrum samanburði við
norsku. Elmevik (1970) fer á gagnrýninn hátt í gegnum ýmsa þætti í röksemdafærslu hans.
Haugen (1976:318-319) gefur stutt en læsilegt yfirlit um sögnina í norrænum málum og
rekur þar einkum efni rannsóknar Markeys.
4 Eldri dæmi er að finna í norskum bréfum á dönskuskotnu máli frá um 1370 (DN
1:312, um 1370, Akershus) og 1389 (DN 18:32,1389, Helsingborg).
5 Sérhljóð upprunalega langt í nafnhætti og þátíð (?, é) en lenging í 3. og 4. kennimynd
(é). Sjá Lasch 1914:230.