Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Qupperneq 93
Um sögnina blífa, vöxt hennar og viðgang í íslensku
91
merkingu í norræn mál. Er sú merking enn eitt þriggja aðalmerkingarsviða
hennar þar. í norrænum málum fékk sögnin aukið hlutverk, annars vegar
sem breytingar- eða tengisögn (um hugtakið sjá Jóhannes Gísla Jónsson
2005:364) í merkingunni ‘verða, breytast í, byrja að vera’ + fylliliður, t.d.
sæ. han blev student-, han blev rik,6 og hins vegar, í beinu framhaldi, sem
hjálparsögn við myndun þolmyndar, t.d. sæ. han blev biten (av en orm).
Yfirlit um merkingarhlutverk sagnarinnar er sýnt í (1).
(i)a. Aðalmerking í miðlágþýsku: dvalarmerkingin ‘vera kyrr, óbreyttur,
halda áfram að vera’, sbr. da. forblive.
b. Nýtt hlutverk í norrænum málum: breytingar- eða tengisögn ‘verða,
breytast í, byrja að vera’ + fýlliliður, t.d. sæ. han blevstudent-, han blev
rik.
c. Nýtt hlutverk í norrænum málum: hjálparsögn við myndun þol-
myndar, t.d. sæ. han blevbiten (aven orrrí).
Ekki er fullljóst að hve miklu leyti þessi tvö nýju hlutverk í (íb—c) hafa
þróast innan norrænna mála. Markey (1969:140) telur að tengisagnarhlut-
verkið hafi fylgt sögninni þegar hún var tekin upp og bendir á orðasam-
bandið sæ. bliva död ‘deyja’ (ísl. blífa dauður, dæmi frá 1484) úr mlþ. dót bliven
því til staðfestingar. Hið sama kemur fram í Ordbok öfver svenska spráket
(4- bindi, dálki 3182). Elmevik (1970:140 o.áfr., 146-147) dregur þetta þó
í efa enda sé orðið sárasjaldgæft í merkingunni ‘verða’ í veitimálinu nema
í þessu eina orðasambandi. Þessi merking hafi fremur þróast innan nor-
rænna mála. — Greinargerðir um merkingarþróun sagnarinnar í nágranna-
•nálunum er að finna í Ordbog over det danske Sprog, 2. bindi (dálkum
820—831) og í Ordbok öfver svenska spráket, 4. bindi (dálkum 3169—3208);
gagnlegt yfirlit er einnig í Norskordbok, 1. bindi (dálkum 701—702).
Merkingarsvið hinnar nýju sagnar skaraðist við tvær sagnir sem fyrir
voru í norrænum málum, vera og verða, og hefur að miklu leyti komið í
stað hinnar síðarnefndu í öllum málunum nema íslensku (í færeysku er
blíva mjög algeng sem hjálparsögn í talmáli, sbr. Pauladóttur 2007). I
dönsku og helstu mállýskum sænsku og norsku, svo og í færeysku, hefur
d fallið brott í verða og eru vera og verða því samhljóma í flestum beyg-
mgarmyndum. Markey (1969:148 o.áfr., 185 o.áfr.) færir rök fyrir því að
þetta samfall hafi auðveldað mjög upptöku orðsins í norræn mál. Áður
hafði Peter Skautrup (1947:100) minnst á hið sama og auk þess bent á að
otikill munur hafi verið á framburðarmyndum og ritmynd orðsins vorde í
Dæmin eru frá Markey 1969:32, 34.
6