Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Síða 94
92
Veturliði G. Óskarsson
yngri miðdönsku sem kunni að hafa stuðlað að notkun hinnar nýju sagn-
ar (a.m.k. í ritmáli). Elmevik (1970:167—168) hefur hins vegar bent á að
ekki megi vanmeta þá staðreynd að í norræn mál hafi vantað sögn sem
hafði skýra dvalarmerkingu en samfall sagnanna tveggja (sæ. vara og
varda) hafi þó vissulega stuðlað að upptöku orðsins:
Verbet varda hade i de nordiska fornspráken betydelsen ’become’. Ett
ord för ’remain’ saknades dáremot. Ett sádant ord, bliven, fanns emell-
ertid i mlty., ett sprák som nordborna efterhand kom mer och mer i
kontakt med, och som de sákert ocksá betraktade som socialt mera
högtstáende án sitt áget. Det máste dá ha legat mycket nára till hands
att införliva detta ord för ’remain’ med den egna ordskatten (Elmevik
1970:168).
Ætla má að vöntun sérstaks orðs í merkingunni ‘halda áfram að vera’ og
almenn aðdáun norrænna manna á miðlágþýsku á 14.—15. öld eigi sinn þátt
í upptöku orðsins í íslensku en tiltölulega lítið gengi orðsins hér, bæði í
upphafi og síðar, kann að einhverju leyti að stafa af því að beygingarmynd-
ir vera og verða hafa aldrei fallið saman í neinum íslenskum mállýskum.
2.2 Athugun á nokkrum textum frá 14.-16. öld
Sem fýrr segir er elsta þekkta dæmi um blífa í íslensku úr fornbréfi frá því
snemma á 15. öld. Sögnin virðist í upphafi tilheyra skjalamáli. Telja má lík-
legt að hún hafi borist inn með norskum kaupmönnum og í gegnum bréfa-
skriftir við viðskiptamenn og yfirvöld í Noregi og Danmörku (sbr. Vetur-
liða Óskarsson 2003:85—87). Endre Mprck (1999:272, 276 o.áfr.) segir að
í 359 miðnorskum fornbréfum frá 1375 til 1499 sé sögnin algengust í bréf-
um háttsettra embættismanna en sjaldgæfust í bréfum frá bændum.
Norræn orðabók Arnanefndar í Kaupmannahöfn (Ordbogover det nor-
r0ne prosasprog) rekur 13 dæmi um sögnina blífa úr íslenskum ritum fram
til miðrar 16. aldar, átta um merkinguna ‘forblive, opholde sig’ (e. ‘remain,
stay’), þrjú um merkinguna ‘blive, være’ (e. ‘become, be’), eitt um merk-
inguna ‘blive af (e. ‘come to be, end up’) og eitt um orðalagið blífayfá
‘blive/være tilovers’ (e. ‘remain, be left over’). Til þess að fá nánari hug-
mynd um algengi sagnarinnar á elsta skeiði, svo og til að kanna hvort eldri
dæmi fyndust en þau sem getið er í orðabókinni, var leitað að henni í
nokkrum textum frá 14.—16. öld, ýmist í sjálfum textunum eða í greinar-
gerðum um viðkomandi texta.