Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 97
Um sögnina blífa, vöxt hennar og viðgang í íslensku
95
E3Jón Egilsson DAðrir
161
14- 1 ÍO XX
12- 1
ÍO- 1
8- i
6- í
4'
2- O-- _ 00 0
1400-19 1420-39 1440-59 1460-79 1480-1500
Mynd 1: Dreifing dæma um blífa í fornbréfum 1400—1500.
I 16. aldar bréfunum (1501-1540) er tæplega helming dæma um sögnina
hlífa að finna í bréfum frá biskupunum Ögmundi Pálssyni (14) og Gissuri
Einarssyni (3), hið fyrsta 1519 (Ögmundur). í þýðingu Gissurar frá 1541 á
kirkjuordinansíu Kristjáns konungs hins þriðja er enn fremur a.m.k. tugur
dæma. Báðir þessir biskupar höfðu lært erlendis. Ögmundur varð biskup
U21, lét af embætti 1540. Hann mun hafa verið fæddur laust upp úr 1470
°g nam líklega í Englandi og á Niðurlöndum seint á 15. öld (Páll Eggert
Ólason 1922:118, 121). Gissur (um 1512—1548) var við nám í Þýskalandi
snemma á 4. áratug 15. aldar, kom heim 1534 (s.r.:274 o.áfr.) og varð eftir-
niaður Ögmundar biskups 1540. Um hann er sagt að hann hafi talað svo
góða þýsku að Þjóðverjar heyrðu ekki að hann væri ekki landsmaður þeirra
(s.r.:28o). Það kemur e.t.v. ekki á óvart að dæmi um þessa þýsku sögn sjá-
lst í ritum biskupanna.
Fornbréfadæmin eru flest í dvalarmerkingunni, ‘vera kyrr, halda áfram
að vera’, þar á meðal langflest dæmi Jóns Egilssonar. Elsta dæmi í forn-
bréfunum, og þar með elsta þekkta dæmi um orðið í íslensku, er í orða-
tvenndinni blífa ogvera ‘haldast, vera’ frá 1413, sbr. (3).
(3) þeir rekar ... blifi ok veri epter þeirre skíring (DI 3:750,1413, afrit frá
ca. 1570)
öæmið er í bréfi sem einungis er varðveitt í afriti frá seinna helmingi 16.
aldar og verður því að taka með nokkrum fyrirvara. Þessi orðatvennd kem-
Ur ekki fýrir aftur fýrr en undir lok 15. aldar (DI 6:292,1480 og DI 6:462,