Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Síða 98
96
Veturliði G. Óskarsson
1482, ungt afrit) og fáein dæmi eru í 16. aldar bréfunum (DI 8:151, 1507;
„vera oc eiga ad blijfa“ DI 8:162, ca. 1507-1514; DI 10:569, 1540).
Merkingin ‘verða, breytast í, byrja að vera’ kemur sjaldnar fyrir, varla
oftar en u.þ.b. 15 sinnum. (Stundum er þó erfitt að dæma um það með
vissu hvort um er að ræða dvöl eða breytingu (‘vera’ eða ‘verða’).) Nokkur
dæmi eru sýnd í (4).
(4) a. jnganghæ ok blifuæ systær j sogdu klaustri (IslDipl 305, 1432, JE)
b. kann so skie vier blijfum ... forstandare Domkirkiunnar (DI 8:742,
1520)
c. skildu blifua her vm allungis sattir ok kwitter (IslDipl 341, 1440)
d. oss ... þar med kvittvm ok ðllvngis akiærvlæsvm blifandi (IslDipl
353,1442)
í bréfum Ögmundar Pálssonar kemur orðið íyrir 6—8 sinnum í þessari
merkingu.
Eitt dæmi er um orðalagið blífa dauður ‘deyja’ sem nefnt var að framan,
sbr. (5). Það svarar til mlþ. dot bliven og hefur verið tekið upp sem heild.
(5) þesseR ... skutu einn med byssu suo hann bleif þar daudr af (DI 6:518,
1484)
Hér má geta þess að elsta dæmið í færeysku, sem sýnt er í (6), er einmitt
um hið sama.
(6) þa bleif hon deydh (DF 1:44,1404)
Sögnin kemur svo gott sem ekki fyrir í hlutverki hjálparsagnar við mynd-
un þolmyndar í elstu íslensku textunum. Eina örugga dæmið er sýnt í (7).
(7) asgrimur sigmundzson bleif j hel sleginn (DI 8:523,1514)
Sem fýrr segir mun þetta að öllum líkindum vera norræn nýjung í notkun
sagnarinnar en náði aldrei fótfestu í íslensku.
Orðasambandið blífa í minni e-s ‘gera e-ð með samþykki e-s’, ‘hafa fullt
leyfi/samþykki e-s’, kemur alloft fyrir í bréfum Jóns Egilssonar á öðrum
fjórðungi 15. aldar (a.m.k. 11 sinnum), sbr. dæmið í (8), en verður annars
ekki vart í fornbréfum fyrir 1540, að því er virðist.
(8) hann hæfir blifuæt j woru fullo ok allo minnæ (IslDipl 214,1418)
Þetta orðasamband á sér beinar samsvaranir í miðlágþýsku, mlþ. an sinen
minnen bliven ‘vera undir vild/geðþótta e-s kominn’ (Lasch og Borchling