Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Qupperneq 99
Um sögnina blífa, vöxt hennar og viðgang í íslensku
97
1928— og Deutsches Rechtswörterbuch undir minne), mitgöden minnen ‘með
góðri vináttu’ (Lasch og Borchling 1928-), og er sjálfsagt tekið upp sem
heild.11 Tökuorðið minni (mlþ. minne) kemur hins vegar einnig fyrir án
sagnarinnar blífa, t.d. „med minni oc samþicki þess sem helldur kirkiuna"
Dl 5713,1473.
Orðalagið að eitthvað blífi stöðugt ‘sé óhagganlegt’ kemur fyrir í bréfi
sem Jón Egilsson skrifar og er sýnt í (9).
(9) skal þessæ uor giordh oc bref stadugt blifua (DI 4:455, H31)
Þetta orðalag kemur einu sinni fyrir aftur í bréfunum (DI 7:444, [1499—
1508], afrit frá 1543-1593) en a.m.k. fimm dæmi eru um það í Nýja testa-
mentinu 1540. (í bréfi frá 1482 er svipað orðlag: „ðnguastads synest huort
kyrkiunnar skyllda bliffur stód“ DI 6:460,1482.)
Undir lok 15. aldar sjást dæmi um orðalagið blífa með mak ‘sitja í ró,
friðsemd; vera ótruflaður’, sbr. (10).
(10) sueria fullan bockareid ath hann skule blifua med mack ok hlyd(n)i
hier j biskupsdæminu (DI 6:727, 1490)
í bréfum fyrir 1540 (DI 6:390, 1481; DI 7:535, [1500]) fundust tvö önnur
dæmi um þetta orðasamband sem á sér vafalaust fyrirmynd í miðlágþýsku,
mitmake (Schiller og Lubben 1875-1881, 3:7). Sbr. dönsk og sænsk dæmi
um blífa/vera með mak í orðabókum Kalkars og Söderwalls undir mak.
Sá fjöldi dæma um sögnina blífa sem er að finna í þeim textum fýrir
U40 sem athugaðir hafa verið, alls 78 dæmi, bendir til þess að hún hafi þá
verið orðin nokkuð föst í sessi, a.m.k. í (rit)máli embættismanna. Staðfest
dæmi fram að 1540 gefa þó ekki fulla mynd af beygingu hennar. í nútíð
koma fyrir í framsöguhætti beygingarmyndirnar 3.p.et. blífur (10 dæmi),
i-P-ft. blífum (2 dæmi) og 2.p.ft. blífið (1 dæmi) og í viðtengingarhætti
3-P-et. og ft. blífi (1 dæmi og 5 dæmi). Dæmi vantar um þátíðarmyndir
aðrar en 3.p.et.fsh. bleif (3 dæmi) og 3.p.ft.fsh. bhfu (1 dæmi). í fallháttum
koma fýrir lh.nt. blífandi (1 dæmi), lh.þt. blifit (7 dæmi) og nafnhátturinn
Mífa (47 dæmi). Staðfestum beygingarmyndum fjölgar umtalsvert með
texta Nýja testamentis Odds Gottskálkssonar 1540, sem fjallað verður um
■ næsta kafla, en þar er að finna allar beygingarmyndir sem áður höfðu
komið fram og nokkrar að auki. í töflu 1 er beyging sagnarinnar á 16. öld
sýnd með þeim dæmum sem tiltæk eru. Dæmi sem fýrst koma fyrir í Nýja
11 Sambærileg forndönsk og fornsænsk dæmi er að finna í orðabókum Kalkars og
Söderwalls, sbr. einnig Moberg 1989:47.