Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 102
ÍOO
Veturliði G. Óskarsson
blífi við -> hallda vid. Formála Lúthers að Opinberunarbók Jóhannesar lét
Oddur óþýddan og var honum bætt við í Guðbrandsbiblíu (Westergárd-
Nielsen 1984:28). í þeim formála er ekkert dæmi að finna um sögnina.
Nær öll dæmin í Nýja testamentinu eru um orðið í elstu merkingu
þess, dvalarmerkingunni, þ.e. ‘dveljast um kyrrt á e-m stað eða í e-u
ástandi, vera stöðugur, vara’; sjá (11).
(11) a. þar hjá þeim sama blífið þar til þér farið burtu þaðan (Matt. 10.11)
(sbr. Bibl. 2007: þar sé aðsetur yðar uns þér leggið upp að nýju)
b. Nú fyrst þér segið: Vér sjáum, þá blífur yðar synd (Jóh. 9.41)
(sbr. Bibl. 2007: því varir sök ykkar)
c. Þeir blifu og allir stöðugir í postulanna kenningu (Post. 2.42)
(sbr. Bibl. 2007: Þau ræktu trúlega uppfræðslu postulanna)
Fá örugg tilvik eru um orðið í merkingunni ‘verða, breytast í, byrja að
vera’; sjá (12).
(12) a. sá eiður gjörir enda allrar sundurþykkju svo að trútt blífur milli
þeirra (Hebr. 6.16)
(sbr. Bibl. 2007: og bindur enda á öll andmæli)
b. Trúum vér ekki, þá blífur hann þó trúfastur (2Tím. 2.13)
(sbr. Bibl. 2007: þá verður hann samt trúr)
Önnur dæmi, sem gætu komið til greina um þessa merkingu, virðast mér
ekki ótvíræð og ekki nægilega ljóst hvort merking þeirra er breytingar-
merking eða dvalarmerking (t.d. „heldur blífur það svo að Guð sé sannsög-
ull, en allir menn ljúgarar" (Róm. 3.4); sbr. Bibl. 2007: „Guð skal reynast
sannorður þótt sérhver maður reyndist lygari“).
Tvisvar er sögnin notuð sem hjálparsögn við myndun þolmyndar (blif-
ur tillukt og blífa niðri byrgð), eins og sýnt er í (13). Fyrra dæmið er þó ekki
ótvírætt um hjálparsagnarhlutverk enda virðist orðið þar allt eins bera í sér
merkinguna ‘halda áfram að vera’.
(13) a. til þessa dags blífur það sama fortjald tillukt yfir því gamla testa-
mento (2Kor. 3.15)
(sbr. Bibl. 2007: til þessa dags hvílir skýla yfir hjörtum þeirra)
b. góðverk ... hinna annarra blífa ekki niðri byrgð (íTím. 5.25)
(sbr. Bibl. 2007: þau ... munu ekki geta dulist)
Nýja testamenti Odds var að mestu tekið upp óbreytt í Guðbrandsbiblíu,
með lítilsháttar lagfæringum sem einkum lutu að rithætti, beygingu og