Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 103
Um sögnina blífa, vöxt hennar og viðgang í íslensku
101
orðavali (Guðrún Kvaran 1990:39; Þórir Óskarsson 1990:217 með tilvís-
unum). Á einum stað er sögninni blífa skipt út fyrir vera (NtOG: „í dag
byrjar mér að blífa í þínu húsi“ Lúk. 19.5) en annars er ekki hreyft við
henni.
I inngangi þessarar ritgerðar var því varpað fram að mikill fjöldi dæma
um sögnina blífa í Nýja testamentinu 1540 hafi átt þátt í að festa hana í
sessi. Mikil og skyndileg notkun hennar í einum texta bendir til að svo sé
°g ytri rök, sem lúta að þjóðerni og búsetu þýðandans, styrkja það. Æski-
legt hefði verið að athuga vandlega aðra 16. aldar texta til samanburðar og
kanna notkun þeirra á sögninni. Slík vinna er tímafrek og hefur að sinni
ekki verið lagt í hana af alvöru. Þó voru skoðaðir fáeinir textar frá þessum
tíma og er greint frá niðurstöðunum í upphafi 4. kafla.
Það verk sem helst hefði þurft að bera saman við er Gamla testamenti
Guðbrandsbiblíu en það hefur til skamms tíma vart verið gerlegt vegna
þess hversu textinn er mikill umfangs og óaðgengilegur í frumprenti. Nú
er texti allrar Guðbrandsbiblíu hins vegar nýlega orðinn aðgengilegur til
leitar á vefsíðu Hins íslenska Biblíufélags og lítils háttar tilhlaup var gert
að slíkum samanburði. Athugaður var texti 1.—5. Mósebókar. Þar er að
fínna alls 26 dæmi um sögnina blífa, tólf um nafnhátt, sex um 3.p.et.nt.vh.
Mífi, fjögur um 3.p.et.nt.fsh. blífur og eitt um hvert, 3.p.ft.nt.vh. blífi,
3-p.et.þt.fsh. bleif, 3.p.ft.þt.fsh. blifu og lh.þt. (eftir)blifinn. Rúmur helm-
mgur dæmanna (14) er í merkingunni ‘vera áfram’ (‘haldast, dveljast um
kyrrt á e-m stað eða í e-u ástandi’ o.þ.h.) en hin í merkingunni ‘verða,
hreytast í, byrja að vera’ (11) og sem hjálparsögn við myndun þolmyndar
(1). Nokkur dæmi úr Gamla testamenti Guðbrandsbiblíu eru sýnd í (14).
(H) a. Sé það so að flekkurinn blífur samt sem fýrri sýndist hann (3MÓS.
13-5)
(sbr. Bibl. 2007: ... að skellan sé óbreytt)
b. nær hann blífur frjáls á því fagnaðarári (3MÓS. 27.21)
(sbr. Bibl. 2007: Þegar hún verður leyst á næsta fagnaðarári)
c. að undanteknum þeim forlíkunarhrút með hvörjum hann blífur
forlíktur (4MÓS. 5.6)
(sbr. Bibl. 2007: nema friðþægingarhrúturinn sem presturinn skal
friðþægja fýrir hann með)
Textinn er um 140.000 orð og svarar til u.þ.b. 76% af lengd Nýja testa-
^entisins 1540. Dæmi um sögnina blífa í Mósebókunum eru um 0,02%
af heildarorðafjölda textans. Það er umtalsvert minna en í Nýja testa-