Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 105
Um sögnina blífa, vöxt hennar og viðgang í íslensku 103
NÝJA TESTAMENTI ODDS 1540 NÝJA TESTAMENTIÐ 1609
Matt. 21.17 bleif (3.p.et.þt.fsh.) dualdest
Lúk. 2.43 bleif... eftir (3.p.et.þt.fsh.) vard... epter
Lúk. 9.4 blífið (2.p.ft.nt.fsh.) vered
Lúk. 10.7 Blífið (2.p.ft.nt.fsh.) vered
Lúk. 19.5 blífa (nh.) vera (þannig einnig Guðbr.)
Róm. 11.3 eftir blifinn (lh.þt. kk.et.nf.) epter orden
iÞess. 4.15 yfirblífum (í.p.ft.nt.fsh.) epter erum
iÞess. 4.17 yfirblífum (í.p.ft.nt.fsh.) epter erum
iTím. 1.3 blifir til (2.p.et.þt.vh.) yrder epter j
Hebr. 7.23 blífa (nh.) verda
Hebr. 13.14 blífanlegan (þf.et.kk.) stadfastan
Tafla 2: Sögnin blífa í Nýja testamenti Odds 1540 víkur íyrir öðru
orðalagi í Nýja testamentinu 1609.
Þessar breytingar skiluðu sér ekki yfir í aðra heildarútgáfu biblíunnar, út-
gáfu Þorláks biskups Skúlasonar 1644, en í henni eru flest dæmi um sögn-
ma blífa, sem breytt var í Nýja testamentinu 1609, höfð eins og í Guð-
brandsbiblíu (Lúk. 2.43, Lúk. 9.4, Lúk. 10.7, Róm. 11.3, íÞess. 4.15, íÞess.
4-17. íTím. 1.3, Hebr. 7.23, Hebr. 13.14). Hins vegar hefur nú verið skipt
á blífa og öðru orðalagi í 13 nýjum tilvikum, eins og sýnt er í töfluj á næstu
síðu.
Auk breytinganna í töfluj hefur dæminu í Lúk. 19.5, sem í Guðbrands-
biblíu og Nýja testamentinu 1609 var breytt úr blífa í vera, verið breytt í
borláksbiblíu í koma (vera í þínu húsi -> koma í þitthús). — í Þorláksbiblíu
er sögnina blífa því að finna á 109 af þeim 124 stöðum sem hún var á í
fyrstu þýðingu Nýja testamentisins 1540 (án formála Lúthers).
Þær breytingar sem gerðar eru fyrir miðja 17. öld sýna, þótt þær gangi
ekki mjög langt, að sögnin blífa hefur á einhvern hátt staðið í þeim sem
véluðu um texta Biblíunnar. Alls hafði hér verið hróflað við 24 dæmum
þótt sumt hafi verið dregið til baka, sem fyrr segir.