Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 109
Um sögnina blífa, vöxt hennar og viðgang i íslensku
107
(16) a. hlijtur Gud ad vera sannordur — Róm. 3.4
blífur það svo að Guð sé sannsögull — NtOG
b. Enn eg verd / kann skie hiaa ydur — íKor 16.6
En má vera að eg blífi hjá yður — NtOG
c. vertu st0dugur — íTím. 4.16
blíf í þessum greinum — NtOG
d. varer ad eilijfu — Hebr. 7.24
hann eilíflega blífur — NtOG
3-6 Vajsenhússbiblía (1747) og Hendersonsbiblía (1813)
Fjórða og fimmta heildarútgáfa Biblíunnar á íslensku, Vajsenhússbiblía
(1747) og Hendersonsbiblía (1813), eru í öllum meginatriðum endurprent-
anir á texta Þorláksbiblíu (Guðrún Kvaran 2002:531). í hvorugri er að
finna sjálfstætt dæmi í Nýja testamentinu um að skipt hafi verið á blífa og
öðru orði eða orðalagi. í Vajsenhússbiblíu eru dæmi um blífa reyndar einu
fleira en í Þorláksbiblíu: bleifhann samt Jóh. 7.9 — vard hann epter Þor-
láksbibl., og fylgir Vajsenhússbiblía þarna Nýja testamenti Odds, Guð-
brandsbiblíu og Nýja testamentinu 1609. Á þessum stað fer Hendersons-
biblía eftir Þorláksbiblíu.
3-7 Nýja testamentið 1827 og Biblían 1841
Texti Þorláksbiblíu, sem í flestu er lítið breyttur frá texta Guðbrandsbiblíu
(Steingrímur J. Þorsteinsson 1950:63), þjónaði landsmönnum að mestu
óbreyttur allt til þess að ný þýðing Nýja testamentisins kom út árið 1827. I
þeirri þýðingu kveður við annan tón og er sögnin blífa einungis notuo á fjór-
um af þeim stöðum þar sem hana er að finna í Nýja testamenti Odds 1540.
(17) a. sá blífur í mér og eg í honum (Jóh. 6.56)
b. sem lifandi verdum og eptir blífum (yfirblífum NtOG) (íÞess. 4-V)
c. vér, sem lifum og eptir blífum (yfirblífum NtOG) (íÞess. 4-V)
d. hann blífur í daudanum (íjóh. 3.14)
Áf þessum fjórum hafði dæmunum í Fyrra Þessaloníkubréfi Páls postula
verið breytt í Nýja testamentinu 1609 (epter erum) — og þau svo færð til
fyrra horfs í Þorláksbiblíu — en hin höfðu staðið óbreytt frá upphafi.
Fyrir endurskoðuninni stóðu Geir Vídalín biskup (d. 1823), Isleifur
Einarsson yfirdómari, Árni Helgason dómkirkjuprestur og kennari við
Fessastaðaskóla 1817—1819, Steingrímur Jónsson prófastur, fyrrverandi