Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Síða 113
Um sögnina blífa, vöxt hennar og viðgang í íslensku
111
í bréfum séra Gunnars Pálssonar (1714—1791) er að finna sjö dæmi um
hlífa, þar af eitt í merkingunni ‘verða’ („þegar þeir blifa Slikir", Gunnar
Pálsson 1984:35) en hin öll í dvalarmerkingu (blifa við, láta við blífa)
(1984:74, 141, 200, 239, 341, 366). Eitt dæmi er um í.p.et.nt.fsh. blíf og
annað um 3.p.ft.nt.fsh. blífa en hin fimm eru um nafnhátt. Að auki kemur
sögnin forblífa tvívegis fyrir, í bæði skiptin í kveðju í lok bréfs, forblíf eg /
forblífum við [+ í st&rstu undirgefni / með h0gagtelse\ (1984:26, 99). Varð-
veitt bréf frá Gunnari eru tæplega 200 talsins, rúmar 500 blaðsíður í
útgáfu.
í 300 blaðsíðna langri ævisögu Jóns Steingrímssonar eldklerks (skr.
1788-1791) er að finna fimm dæmi um sögnina, fjögur þeirra um blífa
(hér/þar) við ‘haldast, láta þar við sitja’ Qón Steingrímsson 1973:135» 26o»
285 og 301) og eitt um blífa kjur ‘vera kyrr, doka við’ (1973:218). Eitt dæmi
til viðbótar er þar úr bréfi eftir annan, blífa hér við ‘halda e-u áfram’
(i973:2i6).24 Fimm dæmanna eru um nafnhátt og eitt um 3.p.et.þt.fsh.
bleif.
í dagbókum Steingríms Jónssonar 1790-1795, frá vísitasíuferðum hans
með Hannesi biskupi Finnssyni, sem varðveittar eru í Landsbókasafni
(Lbs. 95 8vo, rúmlega 100 bls.) er ekki að sjá dæmi um sögnina.
Loks skal þess getið að í safni huldufólkssagna úr Þjóðsögum Jóns
Árnasonar, sem eru til í orðstöðulykli hjá Orðabók Háskólans, er ekkert
dærni um blífa sem bendir til þess að orðið hafi ekki verið sérlega tíðhaft í
talmáli alþýðu þegar efninu var safnað. Ekki má þó útiloka að dæmi um
sögnina hafi verið hreinsuð burt fyrir útgáfu. Þjóðsögur Jóns Árnasonar
v°ru annars ekki athugaðar sérstaklega fyrir þessa rannsókn.
Þó svo að sú athugun sem hér var gerð á nokkrum textum frá 16. og
ftarn á 19. öld sé takmörkuð virðist mega draga þá ályktun að sögnin blífa
hafi ekki verið sérlega algeng (og e.t.v. ekki mjög vel nothæf) í því ritmáli
sem þessir textar bera vitni um. Einna helst hafi slík orð komið fyrir í trú-
arlegum textum og er ástæðan sennilega notkun þeirra í Biblíunni allt frá
uPphafi lúthersks siðar á íslandi. í textunum sem hér voru athugaðir eru
lökuorð langt í frá sjaldgæf og í sumum þeirra beinlínis mjög algeng, t.d. í
hréfum Gunnars Pálssonar og í ævisögu Jóns Steingrímssonar. Textarnir
eru vissulega allir eldri en skipulögð hreintungustefna en þetta er eigi að
síður nefnt því til áréttingar að dæmafæðin stafar tæplega af meðvituðum
yhja til að takmarka notkun erlends orð.
24 Orðabók Háskólans. Textasafn. Ég þakka Jóhannesi B. Sigtryggssyni fyrir aðstoð
við leit.