Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Side 114
112
Veturliði G. Óskarsson
Vissulega eru til dæmi um texta þar sem blífa og skyld orð virðast
algengari en hér er talið víst. I bréfum sem fóru á milli Arna Magnússonar
og Þormóðar Torfasonar (Kálund 1916) er t.d. mikið um erlend orð, bæði
latnesk og dönsk/þýsk, en bréfin endurspegla bréfastíl lærdómsmanna
síns tíma og eru lituð af því að báðir störfuðu utan Islands. Sögnin blífa er
þar talsvert algeng og kemur ekki á óvart, og eftirtektarverð er notkun
beggja á sögninni forblífa, einkum í kveðjum í lok bréfa, t.d.: ég... forblíf
altíð monfreresþénustuskyldugastiþénari o.s.frv., en dæmi um hana er t.d. að
finna í Kálund 1916:340, 351 (ÁM), 349, 379, 384 (ÞT). Sambærileg dæmi
um forblífa er víðar að finna í bréfum lærdómsmanna, t.d. hjá Gunnari
Pálssyni (sbr. hér að ofan).
Þegar hugað er að merkingu sagnarinnar í þessum textum virðist dæmum
bera saman við það sem fram kom um hana í 2.-3. kafla; merkingin er oftast
einhvers konar dvalarmerking en merkingin ‘verða, breytast í’ o.s.frv. er sjald-
gæfari og sögnin virðist fágæt sem hjálparsögn við myndun þolmyndar.
5. Sögnin blífa í nútímanum
Lítið er fjallað um sögnina blífa í fræðiritum um nútímamál. Hana er að
finna í helstu nútímamálsorðabókum en er þá mörkuð á einhvern hátt. I
orðabók Sigfúsar Blöndals (1920—1924) er hún merkt sem fornt mál eða
úrelt með tákninu t. Merkingin er da. ‘blive’ (bls. 87) en ekki skýrð nánar.
í íslenskri orðabók, 1. útgáfu frá 1963, er orðið einnig merkt sem fornt eða
úrelt. Merkingin er ‘vera kyrr, haldast við, standast’ (bls. 54) og sama
stendur óbreytt í 2. útgáfu 1983. I 3. útgáfu (2002) er fjallað um sögnina í
lengra máli. Hún er sögð forn eða úrelt í merkingunni ‘verða’,25 í merking-
unni ‘vera kyrr, haldast við’ sem og í orðasambandinu blífa við e-ð ‘halda
fast við e-ð, fylgja e-u af alefli’. Hún komi hins vegar enn fýrir í merking-
unni ‘standa fast, vera óhagganlegur, skipta öllu’. Þar er tekið dæmið avi
manns líður skjótt en bókstafurinn blífur sem er nær samhljóða elsta dæmi
um þetta orðalag sem komið hefur í ljós við efnisöflun fyrir þessa grein
(Halldór Kiljan Laxness, Dagur ísenn, 1955).
Sögnin er ekki í Islenskri orðtíðnibók (1991) og hún er því ekki eitt af
rúmlega 31 þúsund algengustu orðum málsins; það má bera saman við að
bli er nr. 32 í röðinni af algengustu orðum í sænsku skv. Nusvensk frekvens-
ordbok (Allén 1971:3).
25 Reyndar með misvísandi notkunardæmi, blífid hér og vakið með mér, þar sem merk-
ingin er mun nær því að vera ‘staldra við, vera áfram’.