Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 115
Um sögnina blífa, vöxt hennar og viðgang í íslensku 113
Þegar sögnin kemur fyrir í lesefni handa börnum og unglingum eru
dæmi um að talin sé þörf á að skýra hana sérstaklega. Á vef Þjóðskjalasafns
er t.d. að finna netsíðu sem höfðar til menntaskólanema, Skólavefur, og þar
hefur þótt nauðsynlegt að setja inn skýringu þar sem orðið kemur fýrir í
texta frá 1541: „Blífa: Halda áfram að vera“. Hið sama er gert á vef Ríkis-
útvarpsins með Passíusálmum Hallgríms Péturssonar við 44. sálm: „blífa:
vera, dveljast".
Við vinnslu þessarar ritgerðar fundust ekki dæmi um að beinlínis hafi
verið lagst gegn sögninni blífa. Þó má vera ljóst að hún hefur um tveggja
alda skeið verið þyrnir í augum málræktarmanna. Utgefandi og formála-
höfundur sálmasafns frá 1797, Hannes Finnsson biskup (d. 1796), gerir
athugasemd við eigin notkun á sögninni og gefur í skyn að hann hefði
viljað finna betra orð: „Ad vísu er ord þetta ad blífa eptir edli sínu út-
lendskt, og þýdir: ad vera lífs ... en eg finn þó ei annad hentugra ...“
(Kristján Jóhannsson 1797:XLVI).26 í bæklingi á ensku 80 árum síðar er
sögnin talin upp meðal orða sem fá umsögnina „barbarous words“ (Eiríkr
Magnússon 1879:31). í íslenskrisamheitaorðabók (1985) er orðið merkt með
litlum hring, °, sem í inngangi er skýrður sem „óstaðfest nýyrði, vafa-
söm/umdeilanleg tökuorð eða slangur, orð sem ekki eru viðurkennd af öll-
um þorra málnotenda“ (bls. VIII). Gísli Jónsson menntaskólakennari
nefnir sögnina í einum af þáttum sínum um íslenskt mál í Morgunblaðinu
°g telur hana eiga nokkurn rétt á sér þó að ströngustu málvöndunarmenn
hafi löngum amast við henni (Gísli Jónsson 1978).
Þegar hugað er að stöðu sagnarinnar blífa í nútímamáli getur sérhver
málnotandi auðveldlega leitað í eigin hugskoti og komist að þeirri niður-
stöðu að hún komi einungis fyrir í sérstöku hlutverki, í nokkurs konar
þrengdri dvalarmerkingu um það sem er óhverfult, stendur af sér breyt-
'ngar, stendur föstum fótum, gildir. Enn fremur, og það leiðir af merk-
mgunni, að sögnin sé í eðlilegu máli nothæfust í nafnhætti og nútíð.
Til þess að fá hugmynd um notkun sagnarinnar í nútímamáli var leitað
að dæmum um hana í Morgunblaðinu, á Netinu og í þingskjölum Al-
þingis.
Leitað var í texta Morgunblaðsins frá janúar 1996 til maí 2009 á vefsíðu
þess (mbl.is > Greinasafn). Þar komu í ljós um 130 dæmi, þar af rúmlega
20 um orðmyndina blífa (3.p.ft.nt.fsh. og nh.), rúmlega 100 um orð-
26 Útgifa frá 1834 hefur annan formála en merki tíðarandans sjást í orðum nýrra út-
gefenda sem segjast hafa „engu ordatiltæki vogad ad brjála [...] þótt sumstadar kynni ad
sýnast þ0rf i því, og máske betur ad fara“ (formáli, 2. blaðsíða).