Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 116
ii4
Veturliði G. Óskarsson
myndina blífur 3-p.et.nt.fsh. og eitt dæmi um hvora mynd 6/ífi.p.et.nt.fsh.
(notuð sem rím í vísu) og blífið 2.p.ft.nt.fsh. (úr Nýja testamentinu 1540).
Af þessum dæmum eru fáein úr gömlum textum en flest ný. Öll nútíma-
málsdæmin eru (að því er best verður séð) í ofangreindi þrengdri dvalar-
merkingu. Nokkur dæmi eru sýnd í (21).
(21) a. Nú er það jaðarinn sem blífur.
b. Rokkið blífur á Unglist [Unglist: listahátíð].
c. Það er einfaldleikinn sem blífur.
d. Waits blífur [um tónlistarmanninn Tom Waits].
Til samanburðar var leitað lauslega að sögninni á Netinu. Fjölmörg dæmi
komu í ljós á íslenskum netsíðum og var sögnin þar svo til undantekninga-
laust í ofangreindri dvalarmerkingu og nær öll dæmi úr nútímamáli voru
um beygingarmyndirnar blífur (2. og einkum 3.p.et.nt.fsh.) og blífa
(3.p.ft.nt.fsh. og nh.). Eitt nútímamálsdæmi fannst um l.p.ft.nt.fsh. blíf-
um, úr texta dægurlags þar sem blífum rímar við svífum, og eitt dæmi um
bleif úr gamansömum bloggtexta („veisla mikil ein þar sem barinn bleif
opinn“). Nútímamálsdæmin er aðallega að finna á bloggsíðum.27
í ræðutextum frá 1966 og þingskjölum frá 1988 á vefsíðu Alþingis (sjá:
Alþingi. Ræður > Aðrir leitarkostir > Orðaleit í ræðu- og skjalatexta)
fundust 80 dæmi, 45 um 3.p.et.nt.fsh. blífur, sjö um 3.p.ft.nt.fsh. blífa, sex
um 3.p.et.nt.vh. blífi, eitt um 3.p.ft.nt.vh. blífi og 21 um nh. blífa. Engin
dæmi fundust um aðrar beygingarmyndir. Merkingin er langoftast
þrengda dvalarmerkingin, ‘vera óbreytt, standa, gilda’, og er orðið þá
furðuoft notað í tengslum við gagnrýni, í neikvæðu samhengi eða í háði,
um 55 sinnum. Nokkur dæmi eru sýnd í (22).
(22) a. þeir vilja gjarnan láta braskið blífa ef meginstoðir atvinnulífsins
hrynja. (22.11.1982)
27 Leitað var í febrúar 2008 að öllum beygingarmyndum sagnarinnar eins og þær
væru í nútímamáli. f ljós komu um 200 dæmi sem voru skráð og greind, og er hér miðað
við þau. Lausleg athugun ári siðar og aftur i janúar 2010 bendir til þess að dæmum hafi
fjölgað mikið en þó er rétt að hafa í huga að við leit af þessu tagi læða sér inn dæmi sem
alls ekki eru beygingarmyndir þess orðs sem leitað er að, t.d. erlend orð, nöfn, skammstaf-
anir, ritvillur og rangt skönnuð orð. Auk þess virðast sömu dæmi oft koma fyrir á fleiri en
einni vefsíðu og raunfjöldinn er því minni en fram kemur við leit. Leit í janúar 2010
(Google) að einni orðmynd, bleif, virðist skila 108 dæmum en nánari athugun sýnir að
aðeins er um að ræða 20 dæmi, þar af 6 úr Nýja testamentinu 1540, 4 erlend, 2 orðabókar-
dæmi, 3 villur, 3 dæmi úr kveðskap fyrri alda, eitt úr gamansömum bloggtexta (hið sama
og nefnt var hér að ofan) og loks eitt nýtt dæmi, úr nútímaljóði: „bíllinn sveigði hjá öllum
holunum / og samkomulagið bleif' (afrit finnanlegt á Netinu með leitarvél).