Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 119
Um sögnina blífa, vöxt hennar og viðgang í íslensku
117
6. Niðurstöður og lokaorð
Meginniðurstöður þeirrar athugunar sem hér hefur verið greint frá eru
eftirfarandi: Norræn mál vantaði sögn sem hafði jafnskíra dvalarmerkingu
og miðlágþýska sögnin bliven. Hún átti tiltölulega greiða leið inn í nor-
rænu meginlandsmálin og síðar færeysku, bæði vegna sterkrar stöðu mið-
lágþýsku sem áhrifamáls á 14.—16. öld og ekki síst vegna þess að beyging-
armyndir sagnanna vera og verða féllu að mestu saman í helstu mállýskum
norrænna mála nema íslensku og þá tók hún smám saman við hlutverki
hinnar síðarnefndu. Sögnin blífa barði einnig að dyrum í íslensku en gekk
heldur treglegar að vinna sér sess þar en í nágrannamálunum.
Merking sagnarinnar er í upphafi dvalarmerking, ‘vera kyrr, óbreyttur,
halda áfram að vera’. í norrænum málum fékk sögnin aukið hlutverk í
merkingunni ‘verða, breytast í, byrja að vera’ og sem hjálparsögn við
myndun þolmyndar. Dæmi eru um þessi hlutverk sagnarinnar í íslenskum
textum allt frá 15. öld en dvalarmerkingin er algengasta merking hennar
alla tíð. í nútímamáli er sögnin algeng einungis í einni sérstakri merkingu,
nokkurs konar þrengdri dvalarmerkingu um það sem er óhverfult og
stendur af sér breytingar, og kemur hún þar varla fyrir að ráði nema í 3.
persónu eintölu í nútíð framsöguháttar.
Sögnin hefur alla tíð beygst sem sterk sögn eftir 1. hljóðskiptaröð og er
það í samræmi við beygingu hennar í miðlágþýsku. Hún er einnig sterk í
nágrannamálunum. Sögnin virðist lengst af hafa verið algengust í nafn-
hætti og nútíðarmyndum og hefur helsta merking hennar sjálfsagt átt sinn
þátt í því. í þeim textum sem athugaðir voru hafa ekki fundist dæmi um
allar beygingarmyndir en þó nógu margar til þess að telja megi að hún hafi
getað verið notuð í öllum myndum. Dæmi um þátíðarmyndir koma eink-
um fyrir fyrr á öldum.
Fyrstur til að nota sögnina að ráði í íslenskum textum er Jón Egilsson
biskupsskrifari, norskur að uppruna, á fyrsta þriðjungi 15. aldar. Þá hefur
sögnin þó sennilega ekki verið notuð utan hins formlega skjalamáls sem
var undir sterkum norskum og dönskum áhrifum. Þegar Jón Egilsson
hverfur úr sögunni kemur sögnin sárasjaldan fyrir í bréfum út 15. öld.
Undir lok aldarinnar og á næstu árum eftir aldamótin eykst notkunin svo-
lítið og má vera að þar komi til áhrif frá Hansakaupmönnum sem hófu
viðskipti við íslendinga upp úr 1470. Samt er notkunin tiltölulega lítil
næstu árin eins og sést þegar leitað er að sögninni í fornbréfum og dæma-
fjöldi borinn saman við dæmi frá 15. öld. Dæmum fjölgar ekki að ráði fyrr
en kemur að þýðingu Gissurar biskups Einarssonar 1541 á kirkjuordinans-