Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 130
128
Helgi Skúli Kjartansson
(3) Dömur þær sjást í Senegal.
Þar sannarlega er kvennaval,
og sólríka daga,
sjást þær flatmaga,
þó Ossur hann spyrji alveg spinnegal!
Þessa ritmynd, spinnegal, segist Google finna á u.þ.b. 3190 vefsíðum en
spinnigal á 2770. Minna fer fyrir tvíyrtu myndunum spinnigal (106) og
spinnegal (201, þar á meðal með ítrekun: spinne spinnegaí). Einnig kemur
fyrir styttingin alvegspinn (á 28 stöðum en raunar sami textinn á öllum).
Þessar vefsíður eru langflestar á íslensku og aðrar virðast líka tengdar
Islendingum. Þannig er Spinnegal netheiti manns sem færir vef sinn á ensku
en gefur upp nafnið Mummi Didda, þjóðernið Icelandic og heimkynnið
Köben, Denmark. Það kemur líka fyrir á sænsku: „Blir „spinnegal“ jag ock-
sá,“ en á bloggi sem greinilega er kennt við íslending: dorisadamsdottir'
kambi.
Sumir bloggarar þekkja spinnegal sem orðfæri eldri kynslóðar eða jafn-
vel af bók:
(4) a. Svo ég verði ekki alveg svona alveg spinnegal eins og pabbi mundi
segja!
b. Þá spurði pabbi: ‘Guðmundur, ertu alveg spinnegal?’ ‘Nei, ég er ekki
spinnegal, ég er brjálaður’.
c. ... varð að koma þessu orði að því að í Mánudagsfiski dagsins í dag
rakst ég á þetta orð í orðabókinni. Spinnegal er lýsingarorð og þýðir
bandbrjálaður.
Ekki veit ég hvaða orðabók hér er vísað í, en íslensk orðabók 2002 skýrir
það svo:
(5) spinne|gal, spinni|gal l ób óformlegt (einkum um fólk) snarvitlaus,
ruglaður
Skýringin ‘snarvitlaus’ samsvarar þeirri tilfinningu minni fyrir orðinu að
það tengist spinna í merkingunni ‘snarsnúast’. Líkt samhengi kemur fram
í einu bloggdæminu:
(6) Bankakerfi heimsins var fyrir löngu orðið spinnegal og bara þurfti að
snúast í kringum sjálft sig á sífellt meiri hraða.
Orðliðurinn -gal er auðþekkt danska og mætti því ætla að samsetningif1
spinnegal væri úr því máli komin (og spinnigal fært feti lengra í íslenskuátt-