Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Side 132
130
Helgi Skúli Kjartansson
En bandóður um hund er greinilega hugsað þannig að hundurinn sé svo
grimmur eða ólmur að hann megi ekki vera óbundinn. Þegar orðið er svo,
eins og í Félagsritin votta, haft um geðsjúkling, þá felst ekki aðeins í því
líking við óðan hund heldur sá grimmi veruleiki að við erfiðustu geðsjúk-
linga kunnu menn ekki önnur ráð en leggja þá í bönd. Hin orðin, band-
brjálaður og bandvitlaus, hafa svo verið mynduð sem hliðstæður við
bandóður.
Hvort samsetningin bandóðurv ar séreign íslenskunnar eða þekktist víðar
um norrænt málsvæði, það verður ekki ráðið af þessu eina (og ekki alveg
örugga) miðaldadæmi. Hafi orðið einhvern tíma verið til í dönsku varð það
a.m.k. ekki langlíft. Enda féllu þar saman orðin band og bann og var það
einkum hið síðara, í merkingunni ‘bannfæring’, sem hélt velli sem fyrri liður
samsetninga. I hinni merkingunni voru samsetningar í staðinn myndaðar af
sögninni binda, m.a. lýsingarorð um erfiða geðsjúklinga: bindfardig, bind-
galen (skv. vefútgáfu orðabókar Kalkars). Síðarnefnda orðið lifir enn í
sænsku4 5 en í dönsku hefur það fengið nútímamyndina bindegal (sem einmitt
er notuð í Ordbog over det norr0ne prosasprog sem dönsk þýðing á bandóður).
Um hana hefur söguleg dönsk orðabók (ODS pa nettet) dæmi frá því uffl
1700 og áfram, ekki um dýr en bæði um raunverulega geðsjúklinga („ikkun
de reent Bindegale maa man omsider slutte i Daarekisten") og um annað
sem við þá er líkt („... tænkes noget Bindegalere end om den h0iere Skole og
Universitetet vilde emancipere sig fra hinanden"). Um framburð orðsins er
tekið fram að það geti haft fulla áherslu á báðum liðum, rétt eins og Kristján
Arnason (1996:188) benti á um spinnegal.
Þessu danska orði, bindegal, hafa menn kynnst á íslandi, ekki um geð-
sjúklinga heldur sem almennara skammaryrði, og byrjað að sletta því eins
og svo margri „illri dönsku". Með dönskum framburði: /binne/, hefur fyrri
liðurinn ekki verið almennilega gegnsær á íslensku. Ekki fyrr en úr því var
bætt með snyrtilegri alþýðuskýringu: binnegal > spinnegal, sem hæfir mæta-
vel merkingunni ‘snar-hringlandi ruglaður’. Breytingin er reyndar ekki
4 Samkvæmt nýlegu dæmi úr smálensku talmáli merkir það „den högsta möjliga niván
av galenskap. Helt enkelt sá galen att man máste hállas bunden" (http://www.folkmun.se/
definition/Bindgalen).
5 Að afbökunin fái viðbótarhljóð (þ.e. r-ið í upphafi) og þar með „merktara" hljóðgervi
má jafnvel segja að gangi gegn reglunni um lectio difficilior, þ.e. að „örðugri leshátturinn“ sé
hinn upprunalegi. En sú regla er hvorki einhlít um afbakanir erlendra orða (ég hef t.d.
heyrt fólk segja Skandía Vambis fyrir Scania Vabis og bronkólín fyrir brokkólí) né um
alþýðuskýringar (Ófridarstaðir > Jófríðarstaðir, svo gripið sé eitt eftirminnilegt dæmi af
mörgum úr náttúrunafnakenningunni).