Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Side 136
134
Höskuldur Þráinsson
Ef grannt er að gáð kemur þó í ljós að reglunni um stóran staf í upp-
hafi sérnafns er ekki fylgt í raun í auglýsingum Menntamálaráðuneytisins
og ekki heldur í þeirri útfærslu og túlkun sem finna má í ritreglum Staf-
setningarordabókarinnar. I þeirri bók er t.d. gefinn kostur á því að skrifa
eftirtalin orð eins og hér er sýnt:3
(2) a. háskólinn, hæstiréttur, stjórnarráðið, fjármálaráðuneytið, gyðingar,
grettistak, bermúdabuxur, kínarúlla, jakobsfífill, salómonsdómur
b. Háskólinn, Hæstiréttur, Stjórnarráðið, Fjármálaráðuneytið, Gyð-
ingar, Stuðmannaplata, Islandsmeistari, Kópavogsbúi, Salómonsey-
ingur
Lesendum er nokkur vorkunn ef þeir átta sig ekki strax á því af hverju
sum þessara orða eru rituð með stórum upphafsstaf, önnur með litlum og
enn önnur sitt á hvað. Ef það sem segir um orð af þessu tagi í áðurnefnd-
um auglýsingum og ritdómi er skoðað, kemur nefnilega í ljós að þær útlist-
anir eru ekki að öllu leyti í samræmi við meginregluna um stóran staf í
upphafi sérnafna. Reglur um stóran staf og lítinn hafa líka verið gagnrýnd-
ar talsvert, m.a. í grein eftir Margréti Guðmundsdóttur (2000) í 22. ár-
gangi Islensks máls og í ítarlegum ritdómi um Stafsetningarorðabókina eftir
Margréti Jónsdóttur í 28. árgangi. Sú síðarnefnda segir m.a. (2006:198):
(3) Meðal galla á gildandi stafsetningarreglum [þ.e. gildandi auglýsingum
Menntamálaráðuneytisins, 132/1974 og 261/1977, og þeim ritreglum
sem eru byggðar á þeim og birtar í Stafsetningarorðabókinni, innskot
höf.] er að gráa svæðið milli lítils og stórs stafs er of stórt í auglýsing-
unni og ég verð að játa að mér finnst sem ritreglurnar leysi ekki vand-
ann til fulls [...] Staðreyndin er nefnilega sú að enda þótt talað sé um
sérnöfn í sambandi við ritun á stórum staf er sá galli á gjöf n/Njarðar
að sérnafn er í rauninni aldrei skýrt eða skýringin í besta falli óná-
kvæm eða óljós.
Þetta er alveg rétt. Nú skal ekki gert lítið úr þeim vanda sem við er að
glíma í þessu, en hér verður því þó haldið fram að það mætti einfalda rit-
reglurnar mikið með því að fylgja meginreglunni um stóran staf í sérnöfn-
um. Hluti af vandanum er nefnilega sá að í ritreglunum er gefinn kostur a
3 Sumt af þessu kemur fram í sjálfum orðalistanum í bókinni, annað í ritreglunutn
sem eru birtar í bókarlok (bls. 673 o.áfr.), en þær reglur má líka finna á Netinu á heima-
svæði Islenskrar málstöðvar, þ.e. málræktarsviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslensk-
um fræðum. Þegar þetta er ritað er slóðin http://www.amastofnun.is/page/arnastofnun_
ritreglurskjol.