Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 138
136
Höskuldur Þráinsson
langar og ósamstæðar upptalningar og ábendingar um það hvenær sérnöfn
megi eða jafnvel skuli rita með litlum staf eins og nú er í raun gert í ritregl-
unum. I 4. kafla eru lokaorð.
2. Um sérnöfn og samnöfn
Hugtökin sérnafn og samnafn eru yfirleitt meðal þeirra málfræðihugtaka
sem eru kynnt til sögunnar snemma í námsefni grunnskóla. í hinni sígildu
málfræðibiblíu íslenskra grunnskólakennara segir t.d. svo (Björn Guð-
finnsson 1958:13):
(4) Nafnorð skiptast í sérnöfn og samnöfn. Sérnöfn eru sérheiti einstakl-
ings eða hlutar, t.d. Sigurður, Reykjavík. Samnöfn eru sameiginlegheiti
á ýmsu, t.d. maður, borg.
Hliðstæðar skýringar er að finna í íslenskri orðabók (2002:1270, 1238):
(5) a. sérnafh ... nafn á tilteknum einstaklingi (eða eintaki) e-ar tegundar
(t.d. Árni, Snati, Akureyri) ...
b. samnafn ... nafnorð sem tekur til einstaklinga (eintaka) heillar teg-
undar (t.d. bók, fugl, hestur) og táknar tegundina sem slíka ...
Nú er auðvitað hægt að finna fræðilegri umfjöllun um þessi hugtök, enda
eru þau alþjóðleg og ekki séríslensk (sbr. e. proper noun/name ‘sérnafn’,
common noun ‘samnafn’). I ritreglum sem eru ætlaðar almenningi þarf
hins vegar að nota skilgreiningar og skýringar sem eru aðgengilegar
hverjum sem er og krefjast ekki langra fræðilegra útlistana. Þess vegna
þyrftu skilgreiningar úr grunnskólaefni og almennum orðabókum að duga
þar.
Þótt skilgreiningarnar í (4) og (5) virðist býsna einfaldar í sjálfu sér, er
ekki þar með sagt að alltaf sé augljóst hvenær þær eiga við. Þess vegna verða
oft umræður og jafnvel deilur um það hvaða orð skuli skrifa með stórum
staf og hver með litlum, jafnvel þótt menn hafi lært þá meginreglu að rita
skuli stóran staf í upphafi sérnafns en samnöfn skuli „að jafnaði“ skrifa með
litlum staf (sbr. (ia,b) hér á undan). Þegar slíkar umræður fóru fram á neti
Háskóla íslands fýrir skömmu rifjaði Eiríkur Rögnvaldsson tiltekna hjálpar-
reglu eða þumalfingursreglu um þetta efni sem má orða svo:
(6) Sögnin heita tekur með sér sérnöfn, sögnin vera tekur með sér sam-
nöfn.